fbpx
Þriðjudagur 30.nóvember 2021
Fréttir

Íbúar Reykjanesbæjar mótmæla fyrirætlunum um öryggisvistun – Undirskriftum rignir inn

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 16. september 2021 12:40

Reykjanesbær. Myndin er úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Reykjanesbæ virðast afar ósáttir við þær fyrirætlanir að stjórnvöld byggi upp úrræði í bæjarfélaginu þar sem ósakhæfir og í mörgum tilvikum hættulegir einstaklingar verða vistaðir.

Undirskriftir hrúgast inn

Það sést best á viðbrögðum við undirskriftalista þar sem fyrirætlununum er mótmælt. Undirskriftarlistinn fór í loftið á þriðjudaginn og þegar þessi orð eru skrifuð hafa rúmlega 650 einstaklingar kvittað undir mótmælin en þar segir meðal annars:

Við íbúar Innri Njarðvíkur höfum miklar áhyggjur vegna þess í ljósi þess að ítrekað hefur verið vandamál með að fólk hefur sloppið frá öryggisgæslufólki og beitt börnum og fullorðnum ofbeldi bæði íhöfuðborginni og Akureyri og nú hyggst ríkið að þjónusta alla á landinu sem þess þurfa með vistun í Dalshverfi 3. Þetta er algjörlega óviðunandi í ljósi þess hversu margar barnafjölskyldur og hversu mörg börn eru í hverfinu.

Þorsteinn Stefánsson, íbúi í Innri Njarðvík, er ábyrgðarmaður listans og hann segist finna fyrir verulegri ónægju í samfélaginu. „Íbúar eru ósáttir við að þeir séu ekki hafðir í samráði þegar svona breytingar á skipulagi eru gerðar sérstaklega í ljósi þess að þetta úrræði hefur ekki fallið vel í kramið hjá bæði íbúum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri,“ segir Þorsteinn í stuttu samtali við DV. Hann segist sannfærður um að hægt sé að finna starfseminni betri stað í meiri fjarlægð frá íbúðabyggð.

Olnbogabarn innan stjórnsýslunnar

Félagsráðuneytið leitaði í sumar til Reykjanesbæjar eftir samstarfi um rekstur öryggisgæslu og öryggisvistunar í bæjarfélaginu. Segja má að um ákveðið olnbogabarn sé að ræða innan stjórnsýslunnar því lítið hefur gengið að finna starfseminni, sem gríðarleg þörf er fyrir, stað.

Margir útskriftahæfir sjúklingar bíða nú á geðdeildum Landspítalans eftir að komast í slíkt úrræði og eru dæmi þess að einstaklingar hafi beðið í meira en hálft ár eftir lausn á sínum málum.

Reykjanesbær tók beiðninni vel og á dögunum samþykkti bæjarstjórn að breyta aðalskipulagi sínu þannig að hægt yrði að finna úrræðinu stað í nýju hverfi í Innri Njarðvík, nánar tiltekið við Dalshverfi 3.

Þar er ætlunin að rísi  húsnæði fyrir sex til sjö einstaklinga sem þurfa á öryggisgæslu og öryggisvistun að halda. Um stórt verkefni er að ræða því fyrir utan  störf sem skapast á byggingatíma húsnæðis þá er reiknað með að a.m.k. 30 starfsmenn muni starfa við öryggisgæslu og vistun þegar starfsemin er komin í fullan gang.

Tíðar lögregluheimsóknir

DV fjallaði talsvert um málefni slíkrar öryggisvistunar sem Reykjavíkurborg stóð að í Rangárseli. Þar var mikil óánægja meðal íbúa vegna samráðsleysis og töldu margir að slík starfsemi ætti ekki heima í hinni rólegu íbúabyggð.

Segja má að íbúar hafi haft nokkuð til síns máls því að fjölmargar uppákomur áttu sér stað í öryggisvistunni þar sem starfsfólk varð fyrir ofbeldi og árásum. Máttu íbúar búa við tíðar heimsóknir lögreglu og horfa upp á skjólstæðinga úrræðisins dregna út í járnum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ók á skilti og stakk af og hótaði síðan lögreglumönnum eftir handtökuna

Ók á skilti og stakk af og hótaði síðan lögreglumönnum eftir handtökuna
Fréttir
Í gær

Ekið á ökumann rafhlaupahjóls – Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið á ökumann rafhlaupahjóls – Ekið á gangandi vegfaranda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Fýla meðal Sjálfstæðismanna sem vildu heilbrigðismálin

Orðið á götunni: Fýla meðal Sjálfstæðismanna sem vildu heilbrigðismálin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágranninn sem montaði sig á laugardeginum, myrti dóttur sína á mánudeginum og framdi sjálfsvíg á þriðjudeginum

Nágranninn sem montaði sig á laugardeginum, myrti dóttur sína á mánudeginum og framdi sjálfsvíg á þriðjudeginum