fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Þórhildur Gyða lýsir meintri árás Kolbeins – „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. september 2021 20:35

mynd/skjáskot DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Gyða Arnarsdóttir er nýjasti gestur í Eigin konur, podcasti Eddu Falak. Þar lýsir Þórhildur upplifun sinni af samskiptum sínum við Kolbein Sigþórsson á skemmtistað í Reykjavík haustið 2018.

Þórhildur steig fyrst fram í viðtali við RUV í lok ágúst og lýsti þar árásinni og samskiptum sínum við bæði Kolbein og KSÍ í framhaldinu. Tilefni viðtalsins var yfirlýsing Guðna Bergssonar fyrrum formanns KSÍ, um að honum hefði ekki borist tilkynning um að leikmenn íslenska landsliðsins hefðu verið ásakaðir um kynferðislegt ofbeldi.

Síðar komu fram gögn um það að foreldri Þórhildar hafi óskað þess af Guðna að hann héldi trúnaði um málið. Þó hefur verið deilt um það síðan.

„Allt í einu er ég bara í chokehold og þá bara algjörlega frýs ég og ég vissi ekkert hvað ég átti að gera.“ Þannig lýsir Þórhildur hinni meintri árás Kolbeins. Þórhildur segist hafa tekið sprettinn inn á Hamborgarabúlluna, lamið á hurðina og komist inn á starfsmannasvæðið þar innaf á skemmtistaðnum sáluga. „Það fyrsta sem ég segi var: „Kolbeinn Sigþórsson er að reyna að drepa mig,““ segir Þórhildur í þættinum.

„Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt, og bara orðlaus.“

Þórhildur segist hafa sagt við Kolbein að hún hafi óttast um líf hennar á sáttafundi sem haldinn var á milli Kolbeins, Þórhildar, Jóhönnu Helgu Jensdóttur og föður hennar í París. Kolbeinn hefur staðfastlega neitað því að hafa nokkurntímann játað að hafa brotið á Þórhildi, meðal annars í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í kjölfar umfjöllunar um Þórhildi og viðtalið við hana. Þá hefur DV sagt frá því að viðkvæm staða Kolbeins hjá Nantes hafi orðið tilefni þess að Kolbeinn greiddi Þórhildi og Jóhönnu sitt hvora eina og hálfa milljónina, auk þess sem hann greiddi þrjár milljónir til Stígamóta. Tilefni sáttafundarins í París hafi verið að handsala þennan samning og ljúka málinu í sátt.

„Hann var mjög miður sin á þessum sáttafundi, og ég tók því alveg þannig að hann iðraðist. Hann baðst afsökunar,“ segir Þórhildur um samskipti sín við Kolbein í París. Þórhildur segist hafa orðið mjög hissa að lesa áðurnefnda yfirlýsingu Kolbeins.

Þátt Eddu Falak, Eigin konur, má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi
Fréttir
Í gær

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“