fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Dæmi um að íslenskir unglingar taki þátt í vafasamri samfélagsmiðlaáskorun – Stela úr skólunum sínum og monta sig af því

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 12. september 2021 11:30

Skjáskot: TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt trend hefur vakið gífurlega athygli á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarna viku. Um er að ræða eins konar áskorun sem hófst í kjölfar þess að nemendur í Bandaríkjunum og í öðrum löndum mættu aftur í skólana eftir sumarfrí.

Talið er að þessi umrædda áskorun hafi orðið til eftir að notandi á samfélagsmiðlinum birti myndband þar sem hann montaði sig af því að hafa stolið skammtara fyrir handspritt úr skólanum sínum.

@dtx.2cent♬ original sound – minttea

Myndband þessa notenda varð gífurlega vinsælt, það hefur fengið tæplega 13 milljón áhorf. Fljótlega fóru fleiri að fylgja fordæminu. Hvert myndbandið á fætur öðru birtist þar sem sjá má nemendur gorta sig af munum sem þeir stálu úr skólanum sínum.

Þeir hlutir sem nemendurnir eru að stela eru jafn misjafnir og þeir eru margir, algengast virðist vera að nemendurnir steli skiltum og merkingum úr skólanum. Sumir hafa þó gengið mun lengra og má til að mynda sjá nemendur sem hafa stolið rafmagnsknúnum handþurrkustandi, smásjá og handblásara. Svo virðist vera sem því skrýtnari sem stolnu munirnir eru, því vinsælli verða myndböndin.

Nokkur dæmi eru um að íslenskir unglingar séu farnir að taka þátt í þessari áskorun. Til dæmis má nefna einn íslenskan ungling sem stal skilti úr skólanum sínum og birti myndband af því á TikTok. Þá má sjá annað myndband af íslenskum ungling sem virðist vera að troða einhverju úr skólastofunni sinni í skólatöskuna sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Í gær

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Í gær

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar