fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Fréttir

Óli Björn stígur fram og skilar skömminni til Sigga hakkara -„Þetta var ógeðslegt frá A til Ö“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 11. september 2021 13:05

Sigurður Þórðarson eða Siggi hakkari eins og hann er gjarnan þekktur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óli Björn Pétursson stígur fram í viðtali við Morgunblaðið þar sem hann opnar sig um gróft kynferðisofbeldi sem Sigurður Þórðarson, sem oftast er kallaður Siggi hakkari, beitti hann á unglingsárum. Þá beitti Sigurður hann einnig andlegu og líkamlegu ofbeldi. Óli segist vilja skila skömminni og að hann sé reiðubúinn til þess núna eftir langa sálfræðimeðferð.

Árið 2011 byrjaði Óli að fá skilaboð frá Sigurði sem þá var 19 ára gamall. Óli hafði áður hitt hann í matarboðum þar sem foreldrar Sigurðs eru vinafólk ættingja hans. Á þessum tíma var Óli ekki orðinn 15 ára gamall. „Hann byrj­ar að segja mér hvað hann eigi flotta bíla, hvað hann sé æðis­leg­ur og eigi mik­inn pen­ing. Hann vildi bjóða mér tölv­ur, bíla og síma í skipt­um fyr­ir kyn­ferðis­legt at­hæfi,“ seg­ir Óli í viðtalinu við Morgunblaðið.

Óli segir að hann hafi ekki samþykkt neitt til að byrja með. „Ég var bara ung­ur og hrædd­ur en þá komu hót­an­ir á móti. Hann var með tæl­ing­ar og blekking­ar og nefn­ir háar upp­hæðir, bíla og geggjaða iP­ho­ne-síma, eitt­hvað sem alla unga stráka dreym­ir um. Hann hætti aldrei að senda á mig fyrr en ég samþykkti og þá kom hann.“

Í viðtalinu segir Óli að Sigurður hafi fyrst brotið á sér þann 24. apríl árið 2011 á Sauðárkróki. Samkvæmt honum hafði Sigurður keyrt norður á land með það að markmiði að brjóta á Óla. „Hann var ekki með neitt af því sem hann hafði lofað. En þá nauðgar hann mér fyrst.“

„Þetta var ógeðslegt frá A til Ö“

Óli segir að þetta hafi gerst 40-50 sinnum. „Í dómn­um kem­ur fram að skipt­in voru fjöru­tíu en þau voru fleiri,“ seg­ir hann. „Það er erfitt að segja frá þessu. Hann náði mér og það varð ekki aft­ur snúið. Hann hótaði mér öllu illu. Hann hótaði að segja frá, en ég upp­lifði gríðarlega skömm. Hann hótaði að gera fjöl­skyld­unni minni illt. Ég var í helj­ar­greip­um. Ég sagði eng­um frá neinu á þessum tíma.“

Þá segir Óli að þetta hafi verið ekki hætt fyrr en tveimur og hálfu til þremur árum síðar. Hann segist hafa viljað gleyma þessu öllu saman og að Sigurður hafi haft algjört vald yfir sér. Sigurður hafi átt vopn eins og rafbyssu og skammbyssu. Þá hafi hann verið með handjárn og skothelt vesti í bílnum.

„Hann notaði eitt sinn raf­byss­una á mig og ég ber ör eft­ir það. Hann notaði hana á mig þegar ég neitaði að gera það sem hann vildi. Hann notaði í eitt skipti á mig piparúða. Hon­um þótti ógur­lega fyndið að spreyja piparúða beint í aug­un á mér. Hann beitti mig oft lík­am­legu of­beldi á all­an hátt. Hann lét mig líka hafa Via­gra til þess að ég gæti gert eitt­hvað við hann. Hann var alltaf með valdið og ég vissi hvað hann var fær um. Ég var alltaf hrædd­ur við hann og gerði bara það sem hann sagði mér að gera. Þetta var ógeðslegt frá A til Ö.“

„Ég vil bara skila skömm­inni og halda áfram með líf mitt“

Í lokin á viðtalinu er Óli spurður hvað hann myndi segja í dag við ungan mann sem þyrði ekki að segja frá ofbeldi. „Ef ein­hver er í þess­um spor­um sem ég var í, myndi ég segja hon­um að segja frá strax. Ekki fela þetta og leitaðu þér hjálp­ar hjá fagaðila. Ekki hika við það. Því það að þurfa að bera þetta með sér í mörg ár er gríðarlega erfitt. Ekki skemma lífið vegna brots sem þú berð enga ábyrgð á. Þetta á ekki að eyðileggja allt líf manns,“ segir hann við því.

„Ég er bú­inn að tala við mína nán­ustu og vinnu­veit­end­ur og all­ir vita um þetta viðtal. Ég hef beðið fólk að taka mér ekki öðru­vísi eft­ir lest­ur­inn. Ég er ekki að biðja um vorkunn, held­ur skiln­ing. Ég vil bara skila skömm­inni og halda áfram með líf mitt.“

Hægt er að lesa viðtalið við Óla í heild sinni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kona í stappi við tryggingafélag eftir að hún varð fyrir bíl sem ók yfir á rauðu ljósi

Kona í stappi við tryggingafélag eftir að hún varð fyrir bíl sem ók yfir á rauðu ljósi
Fréttir
Í gær

Steindór fordæmir skrif Páls – Geðveikir geta vel tjáð sig opinberlega um flókin mál

Steindór fordæmir skrif Páls – Geðveikir geta vel tjáð sig opinberlega um flókin mál
Fréttir
Í gær

Þrír árgangar í Háteigsskóla í heimakennslu vegna kórónuveirusmita

Þrír árgangar í Háteigsskóla í heimakennslu vegna kórónuveirusmita
Fréttir
Í gær

Ölvaður ók á stólpa

Ölvaður ók á stólpa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílstjóri Strætó á fullri ferð að taka upp TikTok-myndband – „Þetta er bara algjört dómgreindarleysi“

Bílstjóri Strætó á fullri ferð að taka upp TikTok-myndband – „Þetta er bara algjört dómgreindarleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður hyggst opna knúsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu – „Ég hef verið að spá í að bjóða upp á þetta fyrir svona 5.000 kall á tímann“

Sigurður hyggst opna knúsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu – „Ég hef verið að spá í að bjóða upp á þetta fyrir svona 5.000 kall á tímann“