fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Bílapissari finnst ekki – Lét ófriðlega í Höllinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 11. september 2021 17:00

Höllin í Ólafsfirði. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Norðurlands hefur birt manni fyrirkall og ákæru. Er ákæran birt í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að ná í manninn og birta honum ákæruna. Er hann hvattur til að koma fyrir dóm á Akureyri þann 13. október næstkomandi en fjarvist hans verður metin til jafns við að hann viðurkenni að hafa framið brotið sem hann er ákærður fyrir.

Manninum, sem er rúmlega fertugur, er gefið að sök að hafa þriðjudagskvöldið 29. september 2020 verið ölvaður og með óspektir á almannafæri við veitingastaðinn Höllina að Hafnargötu 16, Ólafsfirði, neitað að yfirgefa veitingastaðinn og kastað af sér þvagi yfir tvo bíla á bílastæði fyrir utan veitingastaðinn.

Brotið varðar við áfengislög en 21. grein þeirra hljómar svo: „Hver sá sem sökum ölvunar veldur óspektum, hættu eða hneyksli á almannafæri, opinberum samkomum, í bifreiðum eða öðrum farartækjum eða skipum skal sæta ábyrgð samkvæmt lögum þessum.“

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin