fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Erlendur ferðamaður týndi dóttur sinni við gosstöðvar – Fannst 600 metra í burtu

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 10. september 2021 09:09

Eldgos í Geldingadölum ó fyrra. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrradag barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning vegna erlends ferðamanns sem var búinn að týna dóttur sinni við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall. Lögregla mætti á vettvang og fannst stúlkan heil á húfi um það bil 600 metra frá þeim stað sem feðginin höfðu orðið viðskila á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Vinnuslys varð í fiskverkunarfyrirtæki í Grindavík í gær þegar starfsmaður sem var að skipta um hnífa í flökunarvél skarst á hendi. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem skurðurinn var saumaður saman.

Fyrr í vikunni varð annað vinnuslys í Keflavík þar sem eigandi líkamsræktarstöðvar var að vinna að lagfæringum. Hann stóð í stiga sem hallaðist með þeim afleiðingum að maðurinn féll á steypt gólf. Hann fann til eymsla og var fluttur með sjúkrabifreið á HSS.

Ferðamaður var tekinn með kannabisfræ í tveimur boxum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við komuna til landsins í gær. Tollverðir fundu fræin í tösku viðkomandi sem kvaðst hafa keypt þau í Amsterdam í Hollandi og hefði ekki vitneskju um að slíkur innflutningur væri ólöglegur hér. Ferðamaðurinn afsalaði sér fræunum til eyðingar.

Talsvert var um umferðarlagabrot í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Í nótt var tekinn úr umferð ökumaður sem grunaður var um fíkniefnaakstur. Sýnatökur staðfestu gruninn. Þá var hann með tól til kannabisvinnslu í bifreið sinni og poka með meintu kannabisefni.

Nokkrir ökumenn til viðbótar voru teknir úr umferð í vikunni vegna gruns um fíkniefnaakstur. Átta ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 132 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita