fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Haukur gagnrýnir Eddu – „Hinn sívaxandi slaufunarkúltúr er ólíklega rétta leiðin áfram“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 10:00

Haukur Örn Birgisson og Edda Falak.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eru það mannréttindi eða forréttindi að koma fram í sjónvarpi eða starfa sem tónlistarmaður? Þetta greinir þau Eddu Falak áhrifavaldi og Hauki Erni Birgissyni, forseta Golfsambandsins, á um. Edda, sem hefur verið atkvæðamikil í baráttu gegn kynferðisofbeldi að undanförnu, sagði í viðtali við Kastljós fyrir skömmu að það væri ekki útskúfun þó að einstaklingar sem brytu gegn öðrum störfuðu ekki áfram á opinberum vettvangi, gerendur gætu fundið sér önnur störf þar sem þeir stuðuðu þolendur sína ekki.

Meðal þess sem bar á góma í viðtalinu voru nýlegar ásakanir gegn tónlistarmanninum Bob Dylan sem er sakaður um að hafa brotið gegn 12 ára barni fyrir 56 árum síðan. Aðspurð hvort til dæmis ætti að hætta að leika tónlist Bob Dylan á útvarpsstöðvum svaraði Edda því til að það væru ekki mannréttindi að vera tónlistarmaður eða koma fram í sjónvarpi heldur forréttindi. Hún sagðist telja eðlilegt að sá sem hefði brotið gegn öðrum stigi út úr sviðsljósinu og tæki sér tíma til að vinna í sínum málum.

Haukur gagnrýnir þetta viðhorf í Bakþönkum Fréttablaðsins í dag. Hann bendir meðal annars á að slaufun þekktra listamanna bitni á fleiri en þeim, hann segir einnig að hér séu ekki forréttindi í húfi heldur grundvallarmannréttindi:

„Ef horft er fram hjá misskilningi áhrifavaldsins á mannréttindahugtakinu (það eru nefnilega mannréttindi að fá að starfa við það sem maður vill) og því mikilvæga sjónarmiði að einstaklingur getur ekki talist sekur við það eitt að bornar séu á hann sakir, þá eru fleiri hliðar á málinu. Mikilvægt er að þolendum ofbeldis sé veittur stuðningur en útskúfun meintra gerenda snertir fleiri en þá eina. Í fjölda tilvika eiga tugir einstaklinga stóran þátt í sköpun listaverka. Hinn brotlegi listamaður á sjaldnast einn heiðurinn. Hljómsveitarmeðlimir, textahöfundar, listflytjendur, leikstjórar, hljóðfæraleikarar og aðrir rétthafar listaverka hafa allir hagsmuni af því að tónverk verði flutt og kvikmyndir áfram sýndar. Þetta fólk hefur ekkert sér til saka unnið. Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir á, svo dæmi sé tekið, ekki að þurfa að þola það að kvikmyndin um Jókerinn verði afmáð úr kvikmyndasögunni vegna þess eins að aðalleikari myndarinnar braut af sér.“

Haukur segir að sá „slaufunarkúltúr“ sem ný ryðji sér til rúms sé ekki rétta leiðin:

„Tilfinningaríkar samfélagsumræður kalla á yfirvegaðar aðgerðir og hinn sívaxandi slaufunarkúltúr er ólíklega rétta leiðin áfram.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum