fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Svava hjólar í „mannvitsbrekkur“ í næsta herbergi – Sögðu Eyjamenn nauðga líkt og það væri íþrótt – „Þeir þurfa að svara fyrir þessi orð“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 5. júlí 2021 15:35

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einskonar innanhúsátök virðast nú geisa innan veggja fjölmiðlasamsteypunnar Sýn, en íþróttafréttakona Stöðvar 2, Svava Grétarsdóttir, er ekki sátt við ummæli sem þeir Snæbjörn Brynjarsson og Heiðar Sumarliðason létu falla í hlaðvarpsþættinum Eldur og Brennisteinn, sem er gerður fyrir vef Vísis. Miðlarnir Vísir og Stöð 2 eru báðir reknir af fyrirtækinu Sýn.

Í gær var fjallað um nauðgunarmenningu og kynferðisbrot í sambandi við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í hlaðvarpsþættinum. Þar fjölluðu Snæbjörn og Heiðar um málið, en þeir kölluðu til að mynda Herjólfsdal, staðinn sem hátíðin fer að mestu fram, „nauðgaradal.“

Ákveðin ummæli þeirra hafa þó vakið sérstaka athygli, þar sem þeir héldu því fram að það væri einskonar íþrótt hjá Eyjamönnum að nauðga konum sem kæmu frá meginlandi Íslands eða Evrópu, sérstaklega ef þær væru ofurölvi. Það sagði hann eftir að hafa rifjað upp ósmekklegt og gamalt textabrot þar sem nauðganir í Vestmannaeyjum voru dásamaðar.

„Það er eins og þetta sé einhver íþrótt innfæddra að nauðga konum sem koma frá meginlandinu.“

„Ekki í lagi!“

Svava Grétarsdóttir var ekki sátt við þessi ummæli. Í færslu sem hún birti á Twitter segir hún að sem dóttir, systir og vinkona Eyjamanna þyki henni ummælin ekki í lagi.

„Ótengt umræðunni sem er í gangi í þjóðfélaginu þá velti því fyrir mér hvort þetta sé bara í lagi? Að segja opinberlega að það sé þjóðarsport Eyjamanna að nauðga konum af meginlandinu? Sem dóttir, systir og vinkona Eyjamanna finnst mér þetta allavega ekki í lagi!“

Í ummælum við tístinu er Svava spurð út í hvar hún hefði heyrt ummælin og hvaða fólk hefði látið þau út úr sér og þá svaraði hún með nöfnum og mynd: „Heiðar Sumarliða og Snæbjörn Brynjarsson heita þessar mannvitsbrekkur.“

Ekki nóg með það heldur krafiðst Svava þess að Heiðar og Snæbjörn myndu svara fyrir orðin sem þeir létu falla: „[Þ]eir þurfa líka að svara fyrir þessi orð sín, svo mikið er víst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Í gær

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Í gær

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“