fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
Fréttir

Barnasmitsjúkdómalæknir telur óþarfi að bólusetja börn í flýti

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 08:00

Lagt er til að börn á aldrinum 2-6 ára verði bólusett gegn inflúensu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki liggur á að bólusetja yngri börn gegn COVID-19 sem stendur að mati Valtýs Stefánssonar Thors, barnasmitsjúkdómalæknis. Hann segir að börn veikist almennt minna en fullorðnir og smitist síður.

„Ef við horfum á faraldurinn hér á Íslandi þá hafa núna um og yfir átta hundruð börn smitast af Covid og ekkert þeirra veikst alvarlega,“ hefur Fréttablaðið eftir Valtý í umfjöllun um málið í dag. Hann benti jafnframt á að börnin fái mikla eftirfylgni á Covidgöngudeild Barnaspítala Hringsins. Hann sagði að COVID-sýking virðist hafa lítil áhrif á ungabörn en dæmi eru erlendis frá um börn sem smitast við fæðingu eða jafnvel í móðurkviði og vegnar vel eftir sýkingu.

Bóluefni gegn COVID-19 hafa ekki fengið markaðsleyfi fyrir börn yngri en tólf ára en einhver lyfjafyrirtæki eru byrjuð að sækjast eftir slíkum leyfum og vinna nú að rannsóknum á bóluefnum fyrir börn niður í tveggja ára aldur og jafnvel yngri. „Persónulega og út frá þeim gögnum sem við höfum finnst mér ekkert liggja á að bólusetja yngri börn,“ ef haft eftir Valtý sem sagði að hins vegar væri gagnlegt að bólusetja öll börn til að hjálpa til við að halda faraldrinum fjarri.

Fram að þessu hefur ekkert komið fram sem bendir til að bóluefni virki illa á börn eða valdi aukaverkunum sem ekki hafa sést hjá fullorðnum. Valtýr sagðist þó telja betra að bíða í nokkra mánuði eftir frekari gögnum. „Ef við ætlum að bólusetja heilbrigð börn þá verður þetta að vera öruggt,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Anton bar vitni í Rauðagerðismálinu – „Það er búið að rústa öllu hjá mér, fjölskyldulífinu…“

Anton bar vitni í Rauðagerðismálinu – „Það er búið að rústa öllu hjá mér, fjölskyldulífinu…“
Fréttir
Í gær

Dóttir Sibbu glímir við hræðilegan sjúkdóm en kemur að lokuðum dyrum – „Grátandi og öskrandi af sársauka“ en fær engar bætur

Dóttir Sibbu glímir við hræðilegan sjúkdóm en kemur að lokuðum dyrum – „Grátandi og öskrandi af sársauka“ en fær engar bætur
Fréttir
Í gær

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra
Fréttir
Í gær

Nýta sér gott lánshæfismat fyrirtækja til að svíkja út vörur

Nýta sér gott lánshæfismat fyrirtækja til að svíkja út vörur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rauðagerðismálið – Átakanleg frásögn ekkju Armando: „Þá spyr ég – var hann skotinn?“

Rauðagerðismálið – Átakanleg frásögn ekkju Armando: „Þá spyr ég – var hann skotinn?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stöð 2 sýndi brot úr klámi beint eftir kvöldfréttir í gær: Ólga meðal íslenskra mæðra – „Mér er svo misboðið“

Stöð 2 sýndi brot úr klámi beint eftir kvöldfréttir í gær: Ólga meðal íslenskra mæðra – „Mér er svo misboðið“