fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Kópavogsbúar æfir yfir milljóna króna fjallahjólabraut: „Í besta lagi sorglegt grín og illa farið með fé íbúa“

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný fjallahjólabraut hefur verið tekin í gagnið við Austurkór í Kópavogi en framkvæmdin byggðist á hugmynd sem að var meðal þeirra hlutskörpustu í íbúakosningu í fyrra. Kópavogsbær birti færslu á Facebook-síðu bæjarins þar sem myndir voru birtar af framkvæmdinni og því fagnað að verkinu væri lokið. Óhætt er þó að fullyrða að viðtökur íbúa hafi verið dræmar, jafnvel mögulega slæmar. Myndir bæjarins af fjallahjólabraut sýna nefnilega rennislétta malarstíga sem eru ekki beint það sem að fólk fær upp í hugann þegar minnst er á fjallahjólabraut.

Ljóst er af viðbrögðunum að margir telja sig svikna. „Þetta er engin fjallahjólabraut! Þetta eru rennisléttir malarstígar sem nóg er af í okkar nærumhverfi. Þið skuldið nú börnunum í hverfinu lagfæringu á þessu sem fyrst og hefði verið allt í lagi að leita á netinu hvað fjallahjólabraut er áður en menn fóru í framkvæmdir,“ segir einn íbúi og vísar í link með myndum af fjallahjólabrautum erlendis frá.

Annar íbúi bendir á að kostnaðurinn við verkefnið hafi verið ærinn. „8 mkr í flata malarstíga sem engin hefur gaman að því að hjóla, hvorki börn né fullorðnir. Engar mishæðir eða bakkar til að láta reyna á hæfni. Þessi „fjallahjólabraut“ er í besta lagi sorglegt grín og illa farið með fé íbúa bæjarins. Það væri fróðlegt að vita hvort að hönnuður hafi nokkra reynslu af fjallahjólabrautum. Er nokkuð viss um að þetta er ekki það sem fólk var að kjósa, amk er þetta langt frá væntingum.“

Annar segir: „Þvílíkt rugl, takk fyrir ekki neitt!!! Það hefur nákvæmlega engin hjólreiðamaður áhuga á að hjóla á þessu. Var þetta hannað af hestamanni? Alger sóun á almannafé og sorgleg vinnubrögð. Sem Kópagsbúi, hjólreiðamaður og faðir drengs sem hefur áhuga á fjallahjóli er ég bæði reiður og sorgmæddur. Hversu erfitt er það að viðurkenna að maður veit ekki allt og hafa samband við notendur áður en svona er hannað? Það besta væri að moka mold yfir þetta, kannski væri hægt að móta eitthvað úr henni sem væri hefði meira skemmtanagildi en þrekhjól“

Aðrir láta í ljós vonbrigði sín með gríni: „Hefði verið flott að setja inn myndir af fjallahjólabrautinni. Er hún einhver staðar þarna í kring?“

Kópavogsbær hefur ekki brugðist við athugasemdum íbúa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni