fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Þjóðleikhúsið með ásakanir á hendur Auði til skoðunar

Bjarki Sigurðsson, Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 7. júní 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, eða Auður eins og hann er betur þekktur, hefur verið mikið í umræðunni á Twitter undanfarið en hann hefur óbeint verið sakaður um ofbeldi gegn konum.  Óhætt er að fullyrða að Twitter-stormur hafi geisað vegna ásakananna á hendur tónlistarmanninum sem eru allt frá frelsissviptingu til kynlífs með stelpum undir lögaldri. Auðunn er sjálfur 28 ára gamall.

Umræðan um Auð hefur verið í gangi á samfélagsmiðlum um nokkurt skeið án þess að tónlistarmaðurinn hafi verið nafngreindur nema undir rós. Hafa ásakanirnar yfirleitt verið með þeim hætti að þær eru settar fram á hendur nafnlausum tónlistarmanni en síðan er vísað í lagaheiti eða brot úr textum frá tónlistarmanninum.

Auður er verktaki hjá Þjóðleikhúsinu en hann tekur þátt í uppsetningu leikhússins á Rómeó og Júlíu og mun koma þar að hljóðheimi uppsetningarinnar. Jón Þ. Kristjánsson, forstöðumaður samskipta hjá Þjóðleikhúsinu, staðfestir við DV að málið sé komið á borð hjá stjórnendum Þjóðleikhússins og að það sé til skoðunar.

DV hefur heimildir fyrir því að málið hafi þegar verið rætt á fundi innan Þjóðleikhússins sem Auður átti aðkomu að. Ekkert hafi þó verið aðhafst enn.

Auður birti sjálfur færslu á Twitter-síðu sinni í byrjun maí þar sem hann sagðist senda styrk og ást til þolenda. Þetta skeyti hleypti illu blóði í marga og var óspart gefið ískyn að Auður væri hræsnari með því að skrifa þessa færslu.

Nafn hans hefur einnig óbeint verið nefnt, með tilvísunum í texta og lagaheiti, í sambandi við svokallaða þöggunarsamninga sem DV fjallaði um á dögunum en umræðan um þá hefur verið afar hávær á samfélagsmiðum. Þær sögur snerust um að landsfrægur tónlistarmaður hefði  sofið hjá stelpum undir lögaldri og látið þær skrifa undir slíka samninga, sem að sjálfsögðu eru með öllu ólöglegir. Tekið skal fram að eftirgrennslan DV hefur ekki leitt neitt í ljós sem sannar að slíkir samningar séu fyrir hendi.

Auður á að koma fram á tónleikum Bubba Morthens í Hörpu þann 16. júní næstkomandi. Ísólfur Haraldsson, umboðsmaður Bubba, staðfesti það í samtali við DV.

DV hefur ítrekað reynt að hafa samband við Auð og Steinunni Camillu, umboðsmann hans, síðastliðna viku en hvorugt þeirra hefur svarað. Auður hefur ekki tjáð sig á samfélagsmiðlum vegna málsins en síðasta Twitter-færsla hans er færslan hér fyrir ofan, hún birtist fyrir einum mánuði síðan. Síðan þá hefur tónlistarmaðurinn látið lítið fyrir sér fara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“