fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Elísabet Ýr nýr fjármálastjóri Orkusölunnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 7. júní 2021 12:46

Elísabet Ýr Sveinsdóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orkusalan hefur ráðið Elísabetu Ýri Sveinsdóttur í starf fjármálastjóra hjá fyrirtækinu. Elísabet er 31 árs og er viðskiptafræðingur frá Bifröst. Hún lauk meistaragráðu í Stjórnunarreikningsskilum og viðskiptagreind árið 2014 frá Háskólanum í Reykjavík.

Elísabet bjó um tíma í Filippseyjum þar sem hún gegndi stöðu fjármálastjóra félaga Jarðborana í Asíu sem voru staðsett í Filippseyjum, Malasíu og Indónesíu.

Elísabet kemur til með að byggja upp og leiða fjármálasvið Orkusölunnar en fyrirtækið hefur stækkað hratt á seinustu árum.

Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar, segir það mikinn feng fyrir fyrirtækið að fá Elísabetu til að leiða fjármálasvið fyrirtækisins. „Elísabet er góður og öflugur liðsstyrkur og mun þekking hennar og reynsla koma sér vel í þeim verkefnum sem hún mun sinna. Við erum spennt að fá hana til liðs við okkur og mun hennar kraftur styðja fyrirtækið að ná settum markmiðum og hjálpa Orkusölunni að vaxa enn frekar,“ segir Magnús.

,,Áhuginn fyrir grænni orku kviknaði þegar ég vann hjá Jarðborunum og hefur sá áhugi vaxið síðan. Ég er því spennt fyrir þessum breytingum en Orkusalan er vel mannaður vinnustaður og ég hlakka til að bætast í hóp öflugra starfsmanna fyrirtækisins,” segir Elísabet Ýr Sveinsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Foreldar barna á Múlaborg stíga fram og segja kerfið hafa brugðist – Fyrsti grunur tilkynntur ári fyrir handtökuna

Foreldar barna á Múlaborg stíga fram og segja kerfið hafa brugðist – Fyrsti grunur tilkynntur ári fyrir handtökuna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti
Fréttir
Í gær

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“
Fréttir
Í gær

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Í gær

FÍF boðar til yfirvinnubanns

FÍF boðar til yfirvinnubanns
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn