fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Stytting vinnuvikunnar þýðir að ekki verður jarðsett síðdegis á föstudögum í Reykjavík

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. júní 2021 09:00

Fossvogskirkjugarður. Mynd; Vilhelm. Mynd tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú verður ekki lengur jarðsett eftir hádegi á föstudögum hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Ástæðan er stytting vinnuvikunnar. Prestar og útfararstjórar segja mikla þjónustuskerðingu felast í þessu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Það var ekki talað við útfararstjóra og það hefði verið eðlilegt að halda fundi með þeim sem vinna við þetta. En það er kannski litið á þetta sem innanhússmál hjá kirkjugörðunum. Þau sögðu að þau hefðu prófað aðrar aðferðir en við fengum bara bréf um að þessu væri komið á, með mánaðarfyrirvara,“ er haft eftir Rúnari Geirmundssyni, formanni Félags íslenskra útfararstjóra.

Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Garðabæ, sagðist ekki hafa neitt á móti styttingu vinnuvikunnar en sagðist telja að gæta þyrfti að því að styttingin skerði ekki þjónustu. Betra hefði verið að vinnu lyki seinna á föstudögum eða þá að mánudagar væru notaðir í styttingu vinnuvikunnar þar sem það er eini frídagur stórs hóps þeirra sem koma að útfararþjónustu, þar á meðal presta, organista og kirkjuvarða.

503 útfarir fóru fram í Reykjavík á síðasta ári og þar af voru 150 á föstudögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“