fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Full forsjá móður staðfest – Hafði tapað forsjá til föður sem fékk holdris nálægt dóttur þeirra

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 16. júní 2021 20:08

Frá Barnahúsi. Mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Landsréttar um að móðir hafi fulla forsjá yfir barni sem hún telur hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu föður. Barnið skal áfram hitta föður reglulega. Móðir hafði um tíma tálmað umgengni en við mat á heildarhagsmunum barns var full forsjá hennar staðfest. Mikilvægur dómur, segir lögmaður móður.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði upphaflega dæmt föður barnsins fulla forsjá. Maðurinn hafði áður viðurkennt að hafa brotið kynferðislega gegn hálfsystur sinni þegar hann var unglingur. Móðir bar að hann fengi ítrekað holdris nálægt dóttur þeirra en hann sagðist við skýrslutöku einfaldlega bara eiga svo auðvelt með að fá holdris, jafnvel þegar dóttir hans hoppaði í fang hans.

Rannsókn á meintu kynferðisbroti föður gegn barni sínu var felld niður á sínum tíma og tekur Hæstiréttur ekki afstöðu til þess máls.

Telur barnið í hættu hjá föður

Þorbjörg Inga Jónsdóttir, lögmaður móðurinnar, segir dóm Hæstaréttar vera fagnaðarefni þó móðirin hefði gjarnan viljað að dómstóllinn tæki afstöðu til þess hvort barnið væri mögulega í hættu hjá föður sínum.

„Það er ánægjulegt að sjá að Hæstiréttur áréttar að niðurstaða skuli byggja á heildarmati á hagsmunum barns en ekki einstaka atriðum, jafnvel þó það séu stór atriði á borð við að barn njóti samvista við báða foreldra,“ segir Þorbjörg.

„Umbjóðandi minn er sannfærð um að barnið gæti verið í hættu hjá föður og hefði viljað sjá dómstóla staðfesta það. En burt séð frá því, jafnvel þó barnið væri ekki í hættu, þá er að mínu mati ekki barninu fyrir bestu að færa það á milli foreldra. Barninu líður mjög vel þar sem það er, hjá móður sinni,“ segir hún.

Þorbjörg bendir á að á seinni árum hefi verið mikil áhersla á jafna umgengni foreldra, bæði í þjóðfélagsumræðu og réttarframkvæmd. „Ég fagna því að hér sé litið til heildarhagsmuna barnsins sjálfs og hvernig því líður,“ segir hún.

Í dómnum er vísað til tveggja Hæstaréttardóma þar sem heildarmat á hagsmunum barnsins er lagt til grundvallar, dóma frá 1996 og 2011, og vegna þess hversu langt er um liðið frá þeim dómum segir Þorbjörg ánægjulegt að þetta sé áréttað í þessum nýja dómi.

Fær forsjá þrátt fyrir tálmun

Í reifun Hæstaréttar segir meðal annars, þar sem B er móðir og A er faðir:

„Eins og málið væri vaxið hefði hæfi B sem uppalanda, tengsl barnsins við hana og mikilvægi þess að varðveita stöðugleika í lífi þess meira vægi en önnur atriði. Á hinn bóginn var talið rétt að barnið nyti ríflegrar umgengi við A til að viðhalda og efla tengsl þeirra og lögð á það rík áhersla að B bæri að hlíta því og stuðla að umgengninni í þágu barnsins.“

Þá segir í dómnum: „Eftir heildarmati á hagsmunum barnsins var talið best samræmast högum þess og þörfum að stefnda færi með forsjána. Í því tilliti gæti ekki ráðið úrslitum þótt hún hefði tálmað umgengni barnsins við áfrýjanda en leggja yrði til grundvallar að ráðin yrði bót á því með öðru móti en breytingu á forsjánni að því gefnu að aðrar aðstæður kölluðu ekki jafnframt á slíka breytingu.“

Rannsókn á kynferðisofbeldi felld niður

Það vakti mikla athygli á sínum tíma þegar föðurnum var dæmd full forsjá og fjallaði meðal annars Stundin um málið.

Móðirin hafði áður tilkynnt til Barnaverndar Reykjavíkur að hún grunaði að faðirinn hefði beitt barnið, sem þá var á leikskólaaldri, kynferðislegu ofbeldi. Lögregla handtók manninn og gerð var húsleit hjá honum. Ekkert saknæmt fannst í tölvu mannsins og hann neitaði sök, og var málið fellt niður. Aldrei var gerð læknisrannsókn á barninu og ekki tekið við það viðtal í Barnahúsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim