fbpx
Miðvikudagur 28.júlí 2021
Fréttir

Meintir mútuþegar Samherja útilokaðir frá Bandaríkjunum

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 15. júní 2021 13:50

Íslandsvinirnir frá Namibíu mega nú ekki lengur fara til Bandaríkjanna. mynd/samsett skjáskot RUV/Hörður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Namibísku ráðherrunum fyrrverandi, Bernhardt Esau og Sakeus „Sacky“ Shanghala, hefur verið meinað að koma til Bandaríkjanna vegna þátttöku sinnar í spillingu í Namibíu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna birtir í dag. Stundin greinir fyrst frá.

Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sögðu af sér ráðherraembættum í nóvember 2019. Þeir eru grunaðir um að hafa þegið háar mútugreiðslur frá Samherja í skiptum fyrir að úthluta fyrirtækinu kvóta í Namibíu. Þeir sitja nú báðir í gæsluvarðhaldi í heimalandi sínu.

Þeir sögðu af sér ráðherraembættum eftir að RUV, Stundin og Al Jazeera fjölluðu um hin svokölluðu Samherjaskjöl (e. Fishrot) sem eru gögn um starfsemi Samherja í Namibíu og sýna hvernig Samerji komst yfir fiskveiðikvóta við strendur Afríku.

Ákvörðun bandarískra stjórnvalda nær ennfremur til eiginkonu og sonar Esau, þeirra Swamma Esau og Philippus Esau.

Í tilkynningu ráðuneytisins segir að ákvörðunin styðji staðfesti stuðning Bandaríkjanna við baráttu í Namibíu gegn spillingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bandaríkjaþing býr sig undir tilfinningaþrungnar yfirheyrslur um árás Trump-liða á þingið – Nýlega opinberuð myndbönd af árásinni vekja óhug

Bandaríkjaþing býr sig undir tilfinningaþrungnar yfirheyrslur um árás Trump-liða á þingið – Nýlega opinberuð myndbönd af árásinni vekja óhug
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Næturferð í Hrunalaug endaði í dómsal – Reyndi að toga hana til sín og hélt um rass hennar

Næturferð í Hrunalaug endaði í dómsal – Reyndi að toga hana til sín og hélt um rass hennar
Fréttir
Í gær

96 kórónuveirusmit innanlands

96 kórónuveirusmit innanlands
Fréttir
Í gær

Úlfúð vegna skopmyndar í Morgunblaðinu – „Falsfréttir á sterum. En Mogginn er geim“

Úlfúð vegna skopmyndar í Morgunblaðinu – „Falsfréttir á sterum. En Mogginn er geim“
Fréttir
Í gær

Gríðarlega löng röð í Ármúlanum til að komast í sýnatöku – Sjáðu myndirnar

Gríðarlega löng röð í Ármúlanum til að komast í sýnatöku – Sjáðu myndirnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síðustu augnablikin í „bílaeltingaleiknum“: Óður og blóðugur maður lét gamminn geisa á meðan lögregla veitti honum eftirför- „Ég er allur útúrskallaður og ég er að fara að kæra þig“

Síðustu augnablikin í „bílaeltingaleiknum“: Óður og blóðugur maður lét gamminn geisa á meðan lögregla veitti honum eftirför- „Ég er allur útúrskallaður og ég er að fara að kæra þig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

71 smit innanlands en ekkert á landamærum

71 smit innanlands en ekkert á landamærum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rýmum hefur fækkað á gjörgæsludeild

Rýmum hefur fækkað á gjörgæsludeild