fbpx
Mánudagur 26.júlí 2021
Fréttir

Halldór Armand lætur lögregluna heyra það – „Einn bjór á bar í Reykjavík kostar það sama og fjórtán kexpakkar í Hagkaup“

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 14. júní 2021 17:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu mánuði hafa skemmtistaðir landsins lokað mun fyrr en venjulega, eða hreinlega verið lokaðir, vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt reglugerð sem tók gildi í dag mega staðir taka við gestum til miðnættis en klukkan 1 þurfa allir gestir að vera farnir út af staðnum.

Marga þyrstir í að hanga í bænum til klukkan hálf fimm eins og tíðkaðist f.c. (fyrir covid) en oft mætti fólk í bæinn á sama tíma og það þarf að fara heim samkvæmt nýju reglugerðinni. Lögreglan segir að styttri opnunartími hafi dregið úr alvarlegum lögreglumálum í miðbænum og eru umræður hafnar um hvort þessi nýi opnunartími sé kominn til að vera.

Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson er einn þeirra sem saknar þess að djamma langt fram á nótt og segir hann þessa hugmynd lögreglunnar vera fráleita. Hann skrifar um málið í pistli sem birtist á RÚV. 

„Nú hefur það gerst sem margir höfðu beðið eftir. Lögreglan vill stytta opnunartíma skemmtistaða á Íslandi varanlega vegna þess að hún segir að dregið hafi úr ofbeldi og kynferðisbrotum inni á skemmtistöðum í covid-faraldrinum. Þessi niðurstaða var algjörlega fyrirframgefin og augljós. Það er erfitt að drekka sig fullan og berja annan mann til óbóta inni á bar þegar allir barir eru læstir og mannlausir. Þetta sér hver einasta manneskja en ef við tökum þessa harðstjórnarríkis-lógík einu skrefi lengra væri auðvitað langbest að djammið væri bannað vegna þess að þá myndi ekkert slæmt gerast á djamminu,“ segir Halldór og gerir stólpagrín að hugarsmíð lögreglunnar.

Halldór segir að margir hafi búist við þessu frá lögreglunni þar sem þetta sé ekki í fyrsta sinn í sögunni sem stjórnvöld landsins reyni að koma í veg fyrir að almenningur skemmti sér. Hann nefnir sem dæmi þegar Jón Ögmundsson biskup reyndi á 12. öld að útskýra fyrir fólki hvað það væri hættulegt að reyna að hafa gaman og Tilskipun um húsagann á Íslandi frá 1746.

„Í raun er allt til reiðu fyrir að banna djammið hér á landi. Eina munaðarvaran sem er tiltölulega ódýr á Íslandi er nammi, reyndar er það alveg hreint furðulega ódýrt. Einn bjór á bar í Reykjavík kostar það sama og fjórtán kexpakkar í Hagkaup. Sama gildir um Parmesan-ost. Þetta eru 12-14 kexpakkar. Á Íslandi er það alveg hreint meiriháttar fjárhagsleg ákvörðun að drekka áfengi eða ekki,“ skrifar Halldór.

Hann bendir á að tilkynningum um heimilisofbeldi hafi fjölgað talsvert í faraldrinum og að til að koma í veg fyrir átök verði að banna fólki að vera inni í sama herbergi.

„Til hvers er djammið? Af lýsingum lögreglunnar að dæma gæti maður haldið að þetta sé fyrst og fremst vettvangur fyrir fólk til þess að láta limlesta sig og misnota. En djammið er fyrst og fremst leið samfélagsins til að losa um innri spennu, þar léttir fólk á þrýstingi, hristir úr sér kvíða og stress og hleypir um leið smá spennu og leyndardómi, einhverju óvæntu, inn í líf sitt,“ skrifar Halldór.

Raunveruleikinn sem lögreglan vill bjóða upp á minnir ansi mikið á bæinn Bomont í myndinni Footloose. Þar mátti ekki dansa þar til Kevin Bacon mætti á svæðið og bjargaði málunum. Skuli lögreglunni takast að stytta opnunartíma skemmtistaða varanlega, þá er bara eina spurningin hver ætli að taka það á sig að vera Kevin Bacon.

Pistilinn hans Halldórs má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt stopp í Kömbunum eftir þriggja bíla árekstur

Allt stopp í Kömbunum eftir þriggja bíla árekstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur útilokar ekki harðari takmarkanir á næstunni

Þórólfur útilokar ekki harðari takmarkanir á næstunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

200 manna samkomutakmarkanir og skemmtistaðir loka fyrr

200 manna samkomutakmarkanir og skemmtistaðir loka fyrr
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örlagafundurinn dregst á langinn – Spáð 200 manna samkomutakmörkunum

Örlagafundurinn dregst á langinn – Spáð 200 manna samkomutakmörkunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar á nálum yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar – „Allir ráðherrar í hvítvínslegi í hitanum fyrir austan og harðneita því að stöðva sumarið“

Íslendingar á nálum yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar – „Allir ráðherrar í hvítvínslegi í hitanum fyrir austan og harðneita því að stöðva sumarið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Innkalla forsteikt smælki með rósmarín

Innkalla forsteikt smælki með rósmarín