fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fréttir

Íslendingar gefa öndunarvélar til Indlands

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. maí 2021 16:00

Mynd: Stjórnarráð Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna alvarlegs ástands af völdum kórónaveirufaraldursins í Indlandi hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að senda 17 öndunarvélar til Indlands. Vélarnar eru gjöf frá Landspítala.

Þetta kemur fram á vef stjórnarráðs þar sem segir:

„Í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi hafa þarlend stjórnvöld þegið boð íslenskra stjórnvalda um að senda 17 öndunarvélar til Indlands. Öndunarvélarnar eru gjöf frá Landspítala og verða þær fluttar, með milligöngu heilbrigðisráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins, á vegum almannavarna Evrópusambandsins sem Ísland tekur þátt í á grundvelli EES-samstarfsins. Gert er ráð fyrir að vélarnar verði sendar á næstu dögum. Samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna ESB (ERCC) mun tryggja að vélarnar komist á áfangastað og í hendur fagaðila. Með þessum hætti er gengið úr skugga um að gjöfin nýtist sem skyldi og komi að gagni í baráttunni við faraldurinn sem nú geisar á Indlandi.

Þessar öndunarvélar eru hluti af stórri gjöf sem Landspítala fékk í fyrra frá rausnarlegu velvildarfólki spítalans. Þá var algjör óvissa um þörfina hér á landi fyrir öndunarvélar, en hún var metin mikil þá og vélarnar virkilega vel þegnar. Nú er ljóst að ekki er þörf fyrir allar öndunarvélarnar sem Landspítali hlaut að gjöf og því taldi spítalinn rétt að þær nýttust fólki í neyð annars staðar. Landspítali heldur eftir þeim vélum sem talið er nauðsynlegt til að tryggja öryggi landsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður dæmdur fyrir að stela lyfjum og seðlum úr apóteki

Síbrotamaður dæmdur fyrir að stela lyfjum og seðlum úr apóteki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“