fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Apótekaraskelfirinn fékk þungan dóm

Heimir Hannesson
Föstudaginn 7. maí 2021 19:30

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir röð vopnaðra rána í apótekum á höfuðborgarsvæðinu á nokkurra daga tímabili nú fyrr á árinu.

Þann 10. mars réðst maðurinn í félagi við annan mann inn í apótek og hótaði starfsmanni þar með hamri og krafðist þess að fá Oxycontin. Apótekarinn henti yfir afgreiðsluborðið einni pakkningu af lyfinu sem árásarmaðurinn hafði á brott með sér. Söluverðmæti pakkningarinnar voru heilar 7.158 krónur, að því er segir í dómnum.

Síðar þá sömu viku, 13. mars, réðst sami maður á annað apótek þar sem hann veittist með ofbeldi að starfsmanni apóteksins. Segir í dómnum að hann hafi gripið í konuna, haldið upp að henni hníf og krafist þess að fá afhent lyfseðilsskyld lyf. Hafði maðurinn nokkrar töflur af Rítalíni og nokkur hundruð töflur af Oxycontin á brott með sér.

Enn lét maðurinn svo á sér kræla þann 16. mars en þá var hann handtekinn vopnaður hnífi í enn einu apótekinu. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald degi síðar, þann 17. mars.

Maðurinn játaði sök fyrir dómi undanbragðalaust og var það metið manninum til refsilækkunar og þótti átta mánaða fangelsi hæfilegt. Til frádráttar þeirri refsingu kemur gæsluvarðhaldsdvölin sem maðurinn sætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Í gær

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings