fbpx
Föstudagur 30.janúar 2026
Fréttir

Sölvi Tryggvason kominn á geðdeild

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 09:52

Sölvi Tryggvason. Mynd: Sigtryggur Ari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns, segir að það sé ótrúlega auðvelt að taka einstakling af lífi á netinu í dag. Þetta kom fram á Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Hún segist furðu lostin yfir því hvernig samfélagsmiðlar virka. Þetta sé umhverfið sem börnin okkar alist upp við. Segir Saga að dómskerfið sé farið að verða allt of líkt því sem tíðkast í Bandaríkjunum. Segir hún dæmi um að foreldrar ólögráða barna séu að fá kröfur um greiðslu miskabóta vegna ummæla barna þeirra á samfélagsmiðlum. „Þetta er raunveruleikinn,“ segir Saga og að slíkt mál sé í gangi á Íslandi. Barnið er krafið um eina og hálfa milljón króna vegna ummæla í einkaskilaboðum þar sem piltur var sakaður um kynferðisbrot.

Kærur réttur farvegur

Saga fagnar því að fram séu komnar kærur gegn Sölva Tryggvasyni. Það sé rétti farvegurinn og hann geti tekið til varna þar. „Það er ekki hægt að taka til varna á samfélagsmiðlum.“

Saga lýsir því yfir að Sölvi sé kominn inn á geðdeild. „Hann er kominn á geðdeild. Hann er alveg búinn.“

Saga vonast til að Sölvi fái hvíld inni á geðdeildinni en álagið undanfarið hafi verið skelfilegt.

Saga spyr hvort við viljum láta samfélagið þróast í þá átt að almenningur sé að taka ákvörðun um hvort einstaklingar séu sekir eða saklausir af ávirðingum út frá slúðri á samfélagsmiðlum eða hvort það sé dómstólanna að sjá um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bað um skilning Vinnumálastofnunar vegna erfiðra veikinda eiginkonunnar en var samt beittur viðurlögum

Bað um skilning Vinnumálastofnunar vegna erfiðra veikinda eiginkonunnar en var samt beittur viðurlögum
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Ölveri – Vogabúi á sextugsaldri ákærður

Sauð upp úr á Ölveri – Vogabúi á sextugsaldri ákærður
Fréttir
Í gær

Afi sýknaður af ákæru um að hafa beitt barnabarn sitt ofbeldi

Afi sýknaður af ákæru um að hafa beitt barnabarn sitt ofbeldi
Fréttir
Í gær

Gaupi talar aldrei við landsliðsþjálfarann, son sinn, á leikdegi – „Ég er ekki maður sem liggur í honum“

Gaupi talar aldrei við landsliðsþjálfarann, son sinn, á leikdegi – „Ég er ekki maður sem liggur í honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjóðin í sigurvímu

Þjóðin í sigurvímu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bráðalæknir ráðleggur Íslendingum að djamma með hjálm – „Öl er böl“

Bráðalæknir ráðleggur Íslendingum að djamma með hjálm – „Öl er böl“