fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fréttir

Ný #MeToo bylting hafin á Íslandi: Mikill fjöldi stígur fram – „Ég hef bara sagt mínum nánustu frá þessu“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 15:00

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofbeldi hefur verið talsvert í umræðunni undanfarna daga, bæði í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, eftir að sögur gengu um meint ofbeldi Sölva Tryggvasonar. Umræðan náði hámarki í gærkvöldi eftir að tvær konur kærðu hann til lögreglu vegna ofbeldisins.

Mikill fjöldi fólks hefur nú í kjölfarið stigið fram með sínar sögur af ofbeldi. Konur eru í áberandi meirihluta þeirra sem stíga fram en þó hafa einnig karlmenn og fólk af öðrum kynjum sagt sína sögu. Gerendur í sögunum sem um ræðir eru lang oftast, ef ekki alltaf, karlmenn.

Fólk hefur verið að nýta samfélagsmiðilinn Twitter til að stíga fram með sögur af ofbeldi í dag. Merkja flest færslurnar með myllumerkinu #MeToo líkt og gert var í byltingunni sem hófst haustið 2017 í kjölfar þess að ofbeldi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein var opinberað.

„Ég hef bara sagt mínum nánustu frá þessu“

Sögurnar sem Íslendingar hafa verið að deila í dag eru jafn mismunandi og þær eru margar. Sumar þeirra innihalda gerendur sem eru þekktir einstaklingar hér á landi og í öðrum sögum eru gerendur fjölskyldumeðlimir eða ókunnugir aðilar. Ljóst er að umfjöllunin og umræðan sem hefur átt sér stað síðustu daga hefur komið þessari nýju #MeToo bylgju af stað.

„Hann suðaði allt kvöldið að fá að fara heim með mér. Á endanum gafst ég upp og samþykkti það með því skilyrði að við myndum ekki stunda kynlíf. Við enduðum þó á því eftir áframhaldandi suð heima. Vaknaði svo 3x yfir nóttina við það að hann var að reyna að troða sér inn,“ segir til að mynda ein kona á Twitter.

Aðrar konur deila sínum sögum. „Það tók mig mörg ár að opna mig við vinkonur mínar um það þegar strákur sem ég þekkti og kyssti á djamminu elti mig heim og ég hugsaði að það væri „auðveldara“ að sofa hjá honum til að losna við hann, frekar en að reita hann til reiði. Ég hef bara sagt mínum nánustu frá þessu,“ segir ein.

„Hann var nuddari. Ég var bara á nærbuxum. Hann káfaði á mér undir lakinu lengi. Þrýsti sér upp við mig. Ég fraus. Datt út. Sterka konan sem barði sig niður fyrir að geta ekki hreyft sig. Hann sagði ítrekað „þetta er allt í lagi“. Hann var kærður, neitaði, flutti úr landi,“ segir önnur.

„Ég stend með þolendum. Alltaf.“

Þau sem hafa stigið fram með ofbeldissögur eiga það sameiginlegt að stíga fram til að sýna og segja að þau standi alltaf með þolendum. Mun fleiri hafa birt stuðningsyfirlýsingar þess efnis í dag á samfélagsmiðlinum. Fólk vill koma því á framfæri að það standi með og styðji þá sem verða fyrir ofbeldi, sama hver gerandinn er.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er á meðal þeirra sem sýna stuðning til þolenda. „Ég stend með þolendum. Alltaf.“ segir þingmaðurinn í færslu á Twitter og fleiri taka í sama streng. „Ég trúi ykkur öllum, ég stend með ykkur öllum. Það er fáránlega erfitt að vera þolandi, sama hvað man vinnur í því sem man var úthlutað óumbeðið,“ segir til að mynda önnur kona á samfélagsmiðlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir Samfylkinguna á rangri braut – „Það kemur mér virkilega á óvart“

Segir Samfylkinguna á rangri braut – „Það kemur mér virkilega á óvart“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Magga Frikka fær að leggja fram bréf um meint framhjáhald Barböru

Magga Frikka fær að leggja fram bréf um meint framhjáhald Barböru
Fréttir
Í gær

Forngrip stolið frá Reiðhjólabændum – „Ekki hlaupið að því að hafa góðgerðarstarfsemi eins og Hjólasöfnun í friði“

Forngrip stolið frá Reiðhjólabændum – „Ekki hlaupið að því að hafa góðgerðarstarfsemi eins og Hjólasöfnun í friði“
Fréttir
Í gær

Mjög stórt fíkniefnamál þingfest í dag – 12 kíló af kókaíni

Mjög stórt fíkniefnamál þingfest í dag – 12 kíló af kókaíni
Fréttir
Í gær

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka
Fréttir
Í gær

Mikil fjölgun umsókna rakin til myndbanda á samfélagsmiðlum

Mikil fjölgun umsókna rakin til myndbanda á samfélagsmiðlum
Fréttir
Í gær

Albert er feitasti ísbjörn í heimi – Tvær ástæður fyrir þyngd hans

Albert er feitasti ísbjörn í heimi – Tvær ástæður fyrir þyngd hans
Fréttir
Í gær

Leó páfi tekur fimmtán ára dreng í dýrlingatölu – „Gerið líf ykkar að meistaraverki“

Leó páfi tekur fimmtán ára dreng í dýrlingatölu – „Gerið líf ykkar að meistaraverki“