fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Réðust á starfsmann lyfjaverslunar – Sviptur ökuréttindum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. maí 2021 05:21

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjöunda tímanum í gær stálu tveir menn, sem voru í annarlegu ástandi, vörum úr lyfjaverslun í Kópavogi og hlupu út með þær. Starfsmaður hljóp á eftir þeim og náði vörunum af þeim en mennirnir réðust á starfsmanninn og rifu í fatnað hans og slógu ítrekað í andlitið. Málið er í rannsókn.

Á níunda tímanum í gærkvöldi var ökumaður sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir að hraði bifreiðar hans mældist 109 km/klst í Grafarvogi, á vegarkafla þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km/klst.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um sofandi mann í bifreið við verslun í Garðabæ. Hann vaknaði ekki þegar vegfarendur reyndu að vekja hann og var í fyrstu talið að hann væri veikur. Hann reyndist vera í annarlegu ástandi og með ætluð fíkniefni í höndunum þegar lögreglan kom að honum. Hald var lagt á fíkniefnin og kveikjuláslykla bifreiðarinnar.

Fimm ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra er grunaður um sölu fíkniefna og var hann vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum