fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Frægir senda Sölva baráttukveðjur – Twitter nötrar

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 3. maí 2021 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður tjáði sig í dag um slúður sem gengið hefur á milli manna seinustu vikur. Sagan var sú að þjóðþekktur einstaklingur hafi gengið í skrokk á vændiskonu og verið handtekinn fyrir það. Þjóðþekkti einstaklingurinn átti að vera Sölvi.

Sölvi sagði söguna vera uppspuna og afsannaði hann hana með því að sýna málaskrá sína hjá lögreglunni. Hún var auð og sýndi Sölvi því fram á að ef sagan er rétt, þá er það að minnsta kosti ekki hann sem er þessi þjóðþekkti einstaklingur.

Sölvi birti málaskránna bæði á Instagram og Facebook-síðu sinni og hefur fjöldi fólks sent á hann kveðjur í gegnum færslurnar. Björgvin Halldórsson söngvari segir að þetta sé gjaldið sem þeir þekktu þurfi að greiða fyrir frægðina.

Ebba Guðný Guðmundsdóttir, heilsukokkur og matreiðslubókahöfundur, segir að hún eigi erfitt að finna orð þar sem þetta sé svo ljótt og óskar honum góðs gengis.

„Úff hvað er til andstyggilegur illvilji. Láttu það sem vind um eyru þjóta. Engin heilvita manneskja mun taka þátt í þessari heimskulegu aðför og þú stendur sterkari eftir. Lofa þér því,“ skrifar Bergþór Pálsson, tónlistarmaður og skólastjóri.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir Sölva eiga alla sína samúð og rifjar upp reynslu sína á slúðri sem ekki reyndist vera satt.

„Slúður er valdabarátta hinna valdalausu, tilraun þeirra til að höggva í þá, sem eru uppi á sviðinu hverju sinni. Sjálfur hef ég lent í slíku slúðri, og það hefur ekkert gert mér. Þegar við áttum nokkrir í höggi við valdamikinn auðjöfur (ekki Jón Ásgeir), setti sá af stað fáránlegar og tilhæfulausar slúðursögur um mig, sem ég vildi ekki gefa líf með því að endurtaka þær,“ skrifaði Hannes í ummælakerfinu á færslu Sölva.

https://www.facebook.com/solvi.tryggvason/posts/4041736625887073

Íslendingar á Twitter hafa einnig rætt málið en þar hófust umræður fyrr í vikunni þar sem fjölmiðlar voru sakaðir um þöggun vegna þess að ekki hafi verið fjallað um málið sem reyndist ekki vera satt.

Flestir skrifa þó í dag að fólk eigi ekki að treysta öllu slúðri sem það heyrir. Einnig er minnt á að þó þetta mál hafi verið uppspuni, þá séu margir ofbeldismenn sem ekki hafa þurft að gjalda fyrir verk sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Í gær

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Í gær

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar