fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Stjarnan og Grindavík biðjast afsökunar á skrílslátum stuðningsmanna sinna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. maí 2021 18:11

Skjáskot af myndbandi með atvikinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöld brutust út slagsmál milli stuðningsmanna Stjörnunnar og Grindavíkur í leik liðanna í úrslitakeppni Dómínós-deildarinnar. Slagsmálin voru vel greinanleg í útsendingu Stöðvar 2 frá leiknum og þurftu öryggisverðir að skakka leikinn.

Bæði félögin, Stjarnan og Grindavík, hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu vegna atviksins þar sem beðist er afsökunar á því og það harmað mjög. Yfirlýsingin er svohljóðandi:

„Yfirlýsing Grindavíkur og Stjörnunnar vegna óæskilegrar hegðunar

Í gær fór fjórði leikur Grindavíkur og Stjörnunnar fram í úrslitakeppni Dominos deildar karla. Leikurinn var jafn og spennustigið hátt, þar sem mikið var undir fyrir bæði lið.

Því miður létu stuðningsmenn liðanna kappið bera fegurðina ofurliði en slagsmál brutust út í stúkunni í þriðja leikhluta. Forsvarsmenn beggja félaga harma þessa framkomu og vilja gefa skýr skilaboð til allra að slík hegðun er með öllu óásættanleg.

Við berum öll ábyrgð á okkar hegðun og þegar við klæðumst einkennisbúningi okkar félags þá er mikilvægt að við endurspeglum þau gildi sem félögin standa fyrir. Við hvetjum alla félagsmenn innan vallar sem utan til að standa vörð um þau.

Ingibergur Þór Ólafarson,

formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur

Hilmar Júlíusson,

formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum
Banaslys í Mosfellsbæ
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Ég dó næstum því 500 sinnum“

„Ég dó næstum því 500 sinnum“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Tók upp klósettferðir kvenna í afmælisveislu á heimili sínu en kenndi Parkinsons-sjúkdóminum um

Tók upp klósettferðir kvenna í afmælisveislu á heimili sínu en kenndi Parkinsons-sjúkdóminum um
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Elsti Íslendingurinn látinn – Þórhildi vantaði 16 daga í 108 ára afmælið

Elsti Íslendingurinn látinn – Þórhildi vantaði 16 daga í 108 ára afmælið