fbpx
Sunnudagur 04.janúar 2026
Fréttir

Var að gefa ungu barni brjóst þegar gjóskan féll yfir – Verið að rýma svæðið næst gosstöðvunum

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 2. maí 2021 16:34

Frá gosinu á síðasta ári. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir við gosstöðvarnar í Geldingadölum eru nú að rýma svæðið allra næst gosstöðvunum. Er það gert bæði vegna aukinnar gasmengunnar og gjóskufalls á gossvæðinu. Vísir greindi frá.

Þrátt fyrir að verið sé að rýma svæðið næst gosinu er ekki verið að loka alveg fyrir allt svæðið. Gjóska og litlir hraunmolar hafa verið að falla yfir þá sem eru á svæðinu. Molarnir sem um ræðir eru sagðir vera um 2-3 sentímetrar í þvermál. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur frá gosstöðvunum var kona að gefa ungu barni brjóst á gossvæðinu þegar gjóskan féll yfir.

Fyrr í dag barst tilkynning frá Veðurstofu Íslands en þar kom fram að miklar breytingar hafi orðið á gosvirkni á svæðinu í nótt. „Kvikustrókavirkni sem hafði verið nokkuð stöðug undanfarna daga tók að sveiflast með þeim hætti að hún dettur niður í um 3 mínútur og eykst svo með miklum krafti með hærri strókum en áður hafa sést og stendur yfir í um 10 mínútur. Þessir taktföstu púlsar hafa einkennt gosið frá því klukkan 1 í nótt,“ segir í tilkynningunni um breytingarnar.

„Ekki er ljóst hvað veldur þessum breytingum í gosvirkni, en ekki er hægt að útiloka að breytingar hafi orðið í kvikuflæði, efnasamsetningu kviku/gass eða að breytingar hafi orðið í aðfærslukerfinu.“

Hér fyrir neðan geta lesendur horft á streymi RÚV af eldgosinu í beinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skoða megi atburði dagsins sem fyrirboða um framtíð Grænlands og ekki ólíklegt að Ísland komi þar við sögu

Skoða megi atburði dagsins sem fyrirboða um framtíð Grænlands og ekki ólíklegt að Ísland komi þar við sögu
Fréttir
Í gær

Dóra Björt sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni – „Ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár“

Dóra Björt sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni – „Ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nærri áttræð kona féll útbyrðis af skemmtiferðaskipi í Karíbahafinu

Nærri áttræð kona féll útbyrðis af skemmtiferðaskipi í Karíbahafinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar