fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fréttir

Kastaði búslóð sinni fram af svölunum í Breiðholtinu – Tveir karlar og ein kona bökuðu vandræði

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 2. maí 2021 08:55

Breiðholt sést í fjarska.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði það á orði að mikið hafi verið að gera í nótt en rúmlega 100 mál voru skráð frá klukkan 17 til 05 í nótt. 15 hávaðakvartanir voru í nótt og voru 5 ökumenn stöðvaðir vegna ölvunar- og/eða fíkniefnaksturs.

Í 105 Reykjavík voru tveir aðilar handteknir sem grunaðir eru um sölu og dreifingu fíkniefna. Þeir voru vistaðir í fangaklefum í kjölfarið. Þá aðstoðaði lögreglan starfsfólk á hóteli í sama hverfi við að vísa tveimur karlmönnum og einni konu út af hótelinu. Öll voru þau í annarlegu ástandi og til vandræða á hótelinu. Í sama hverfi var ökumaður stöðvaður eftir að hafa verið mældur á 135 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Sá hinn sami var færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Í Hafnarfirðinum losnaði kerra aftan úr bifreið og lenti framan á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt, sem betur fer urðu engin slys á fólki. Þá var ökumaður stöðvaður í Hafnarfirði fyrir of hraðan akstur, hann ók á 165 kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn var 80 kílómetrar á klukkustund. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum sínum til bráðabirgða.

Í Kópavoginum var ökumaður stöðvaður sem reyndist vera undir áhrifum fíkniefna. Þá var hann með fíkniefni á sér en auk þess var bifreið hans ótryggð.

Í Breiðholtinu var maður í mjög annarlegu ástandi handtekinn en maðurinn var að henda búslóð sinni fram af svölum. Samkvæmt lögreglu lenti eitthvað af hlutunum á bifreiðum nágranna hans en maðurinn var vistaður í fangaklefa.

Þá var maður handtekin í Árbænum vegna líkamsárásar og hótana, sá var vistaður í fangaklefa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hörmungar á Gaza í nótt: 60 drepnir í nótt, þar á meðal mörg börn

Hörmungar á Gaza í nótt: 60 drepnir í nótt, þar á meðal mörg börn
Fréttir
Í gær

Fórnarlamb hnífstunguárásar í Grindavík á yfir höfði sér ákæru fyrir íkveikju á Ásbrú

Fórnarlamb hnífstunguárásar í Grindavík á yfir höfði sér ákæru fyrir íkveikju á Ásbrú
Fréttir
Í gær

Segir Sigríði hafa brotið ýmsar reglur með viðskiptunum við Þórunni

Segir Sigríði hafa brotið ýmsar reglur með viðskiptunum við Þórunni
Fréttir
Í gær

Mikilvæg tilkynning frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu – „Þrátt fyrir aðvaranir hefur borið mikið á því í dag“

Mikilvæg tilkynning frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu – „Þrátt fyrir aðvaranir hefur borið mikið á því í dag“