fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

14 milljónir í sektir vegna sóttvarnabrota

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í mars á síðasta ári fram til dagsins í dag hafa sektir upp á um 4,4 milljónir verið greiddar vegna sóttvarnabrota. Sektir upp á um 8,5 milljónir eru í vinnslu eða innheimtuferli. Sektir upp á 850.000 krónur hafa verið felldar niður. Samtals hefur lögreglan sektað einstaklinga og fyrirtæki um 13,6 milljónir vegna sóttvarnabrota.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og vísar í svör frá ríkislögreglustjóra við fyrirspurn blaðsins. Fram kemur að algengasta sektarupphæðin sé 50.000 krónur og sú næstalgengasta 100.000 eða 250.000 krónur. Lægsta sektin var 20.000 krónur og sú hæsta 350.000 krónur.

Flestar sektirnar eru frá síðasta ári eða upp á 9,9 milljónir króna. Af þeim eru sektir upp á 6,5 milljónir í vinnslu eða innheimtuferli.

Frá 1. mars í fyrra til 20. apríl á þessu ári voru 312 brot gegn sóttvarnalögum skráð í málaskrá lögreglu. Af þeim hafa aðeins 90 farið í sektarmeðferð og er þar um að ræða mál 85 einstaklinga og 5 fyrirtækja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Í gær

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Í gær

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum