fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Viðhorfsbreyting til fíkniefnabrota meðal þjóðarinnar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Ísland eru sextíu prósent landsmanna fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Þetta er mikil breyting frá sambærilegum könnunum frá 2015, 2017 og 2019 en þá studdi um þriðjungur afglæpavæðingu slíkra brota.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Helga Gunnlaugssyni, prófessor í afbrotafræði, að hann telji öruggt að frumvörp Pírata og heilbrigðisráðherra um þessi mál auk umræðunnar um þau hafi haft áhrif. Könnunin var gerð á vegum Helga og Jónasar Orra Jónassonar, félagsfræðings.

„Fyrir tveimur árum vissu fáir um hvað afglæpavæðing neysluskammta væri. Nú er mikil umræða og ráðandi aðilar í samfélaginu farnir að tala fyrir henni,“ er haft eftir Helga.

Hvað varðar þau brot sem fólk hefur í gegnum tíðina talið alvarlegustu brotin hér á landi hafa fíkniefnabrot verið á toppnum en í nýju könnunin eru þau í þriðja sæti en 23% sögðu þau valda mestum vanda. Flestir, eða 30%, sögðust telja kynferðisbrot alvarlegustu og þar á eftir komu efnahagsbrot en 26% nefndu þau.

Helgi sagði að umræðan um kynferðisbrot hafi færst í aukana frá 2013. Það megi rekja til barnaníðsmála, Metoo og umræðu um stafrænt kynferðisofbeldi. Einnig hafi færst í vöxt að litið sé á fíkniefnamál sem heilbrigðismál en ekki afbrot. „Það hefur dregið úr óttanum gagnvart fíkniefnum og fólk er tilbúið að leita nýrra leiða til að takast á við þau,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“