fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Sektað fyrir þriðja hvert sóttvarnabrot

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. apríl 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 1. mars 2020 og með 20. apríl á þessu ári hafa 312 brot gegn sóttvarnalögum verið skráð í málaskrá lögreglunnar. Af þeim hafa 90 farið í sektarmeðferð eða um 29%.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og vísar í svar ríkislögreglustjóra við fyrirspurn blaðsins. Fram kemur að í þessum málum komi 413 aðilar við sögu, 349 einstaklingar og 64 fyrirtæki. Sumir aðilanna koma að fleirum en einu máli. Fleiri en einn aðili geta verið skráðir í sama málinu og dæmi eru um að fyrirtækjaeigandi og fyrirtæki hans séu skráð fyrir sama brotinu.

Í sektarmeðferð felst að ákveðið hefur verið að sekta fyrir brot en staða mála í því ferli getur verið misjöfn. Sekt getur hafa verið gefin út, hún hefur hugsanlega borist hinum brotlega eða hann greitt sektina.

Af málunum 90 eru 85 mál einstaklinga og 5 mál fyrirtækja. Hvað varðar fyrirtæki hafa tæplega 8% mála á hendur þeim farið í sektarmeðferð.

Brotaflokkarnir sem um ræðir eru brot á skyldu til að fara í sóttkví, brot í sóttkví, einangrun ekki haldin eða henni ekki sinnt þrátt fyrir staðfesta sýkingu, brot á sóttvarnalögum, brot á reglum um fjöldasamkomur og brot á reglum um lokun samkomustaða. Ekki fengust upplýsingar hjá ríkislögreglustjóra um fjárhæðir sektanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu
Fréttir
Í gær

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt