fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Dómsmálaráðherra opnar sig hjá Sölva: ,,Það er stundum verið að hringja í pabba minn til að spyrja hvern ég ætla að skipa í einhver embætti“

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 19:00

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Áslaug er ekki mikið fyrir að tala um að það sé erfitt að vera kona í stjórnmálum, en segist engu að síður upplifa að það sé enn horft á kynin með ólíkum augum.

,,Það er stundum verið að hringja í pabba minn til að spyrja hvern ég ætla að skipa í einhver embætti. Svo er ég kölluð ,,stelpan” og fleira í þeim dúr og talað eins og maður sé ekki fær um að taka stórar ákvarðanir. En ég á svo ótrúlega gott net af fólki sem styður mig að ég tek þetta ekki inn á mig.”

Áslaug var mikið gagnrýnd af ákveðnum hópum fyrir að fara með þyrlu yfir eldgosið, en gefur ekki mikið fyrir það.

,,Að fara með þyrlu yfir eldgos sem yfirmaður almannavarna og allt verður brjálað. Ég hef ekki séð aðra ráðherra sem sinna sínum verkefnum fá svona yfir sig. Forsetinn fór tveimur dögum á eftir mér í þyrluferð. Hann er ekki yfirmaður almannavarna og hefur ekki sérstakt hlutverk í þessum málum, en mér finnst það alveg sjálfsagt að hann hafi farið úr því honum var boðið. Ég tek þessa gagnrýni ekki inn á mig, en það er athyglisvert að bera saman hvernig gagnrýni fólk fær. Það er ekki eins og ég hafi boðið mér sjálf og mætt með drykk í útsýnisferð. Ég var í vinnunni.

Tíminn læknar ekki öll sár 

Áslaug missti móður sína þegar hún var ung og segir það hafa kennt sér mjög margt.

,,Að missa móður sína þegar maður er svona ungur er eitthvað sem ég myndi ekki óska neinum. En maður lærir að meta lífið upp á nýtt og tekur ekki lengur öllu sem sjálfsögðum hlut. Lífið getur verið stutt og það er eins gott að vera óhrædd og kýla á hlutina á meðan maður getur. Ég held að margir upplifi það sem missa einhvern of snemma að fara í gegnum sorg yfir því sem hefði átt að verða. Þú ert búinn að sjá fyrir þér líf þitt, en svo er klippt á ákveðinn hluta. Þessi aðili verður ekki með þér við stóra áfanga og þú getur ekki deilt hlutum með manneskjunni. Það var sorgin sem mér fannst erfiðast að vinna mig úr varðandi mömmu mína. Það er mikilvægt að hitta fólk sem hefur upplifað það sama og ræða hlutina. Þess vegna hef ég lagt mig fram um að ræða við fólk sem hefur misst foreldra snemma. Hver og einn verður að fá að syrgja á sinn hátt og tíminn læknar ekki öll sár, en maður lærir að lifa með þessu.”

Þáttinn í heild má sjá hér að neðan:

https://www.youtube.com/watch?v=62uKKmEDY28&t=2511s

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin