fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Sagðist hafa reynt að snúa við blaðinu en var með efni til að framleiða amfetamín

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 15:32

Amfetamínverksmiðja. Mynd frá Lögreglu - Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á þrítugsaldri var í síðustu viku dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn var með 7 og hálfan lítra af vökva sem innihélt amfetamínbasa í bílskúrnum sínum. 

Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi, auk amfetamínsbasans, verið með í fórum sínum 940 millilítra af stungulyfinu Mesterolon, 510 millilítra af stungulyfinu Nandrolon, 1540 millilítra af stungulyfinu Testosteron, 2.180 millilítra af stungulyfinu Trenbolon og 980 millilítra af Sustanon. Amfetamínbasinn og hin efnin fundust við leit lögreglu á heimili ákærða og í bílskúr sem hann leigði.

Lögreglan krafðist upptöku á efnunum og búnaði sem hann var með. Um er að ræða þrjár loftsíur, ræktunartjald, tvær loftdælur, þrjá tímarofa, PH próf, mælikönnu, lampa, stálbrúsa, 41 glerflöskur úr IKEA, loftæmingavél, poka og Ísóprópýl alkahól brúsa.

Maðurinn kom fyrir dóm og játaði sök sína skýlaust. Hann lýsti fyrir dómi iðrun og vilja til að brjóta ekki af sér afur.Maðurinn segist hafa reynt að snúa við blaðinu og lagði fram gögn um að hann hafi verið í vinnu. Óhjákvæmilegt var þó að horfa framhjá magni og hættueiginleika þeirra efna sem maðurinn var með. Maðurinn hafði ekki verið dæmdur hér á landi en í dómnum kemur fram að það liggi ekki fyrir hvort það eigi líka við annars staðar. Miðað var því við að þetta væri hans fyrsta brot.

Í lok dómsins kemur fram að maðurinn hafi að lokum verið dæmdur í fangelsi í þrjú og hálft ár. Auk þess þarf hann að greiða samtals rúmlega fjórar milljónir í þóknun til lögmanna og í annan sakarkosnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Í gær

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings