fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Stöðvuðu foreldra sem keyrðu um með þriggja ára barn laust í bílnum – Barnavernd kölluð til

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 19. apríl 2021 14:08

Barn í bíl

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann bifreiðar rétt fyrir klukkan níu í morgun, þar sem hvorki ökumaður né þrír farþegar voru í öryggisbeltum. Meðal farþega var þriggja ára barn sem var ekki í barnabílstól og sat í bifreið án öryggisbeltis, segir í dagbók lögreglu.  Farþegar bifreiðar reyndust vera foreldrar barnsins. Skýrsla rituð á málið og barnavernd gert viðvart.

Fyrir rúmum þremur vikum stöðvaði lögreglan bifreið þar sem farþegi í framsæti hélt þá á um það bil 7 mánaða gömlu barni í fanginu. Þarna voru foreldrar barnsins  á ferð með barn sitt og sögðu barnið hafa grátið mikið í barnabílstól sínum.  Þá hafði faðirinn sem var farþegi losað barnið úr stólnum og sat með það í fanginu meðan móðirin ók bílnum. Barnavernd var kölluð til.

Lögregla tilkynnti par til Barnaverndar

Samkvæmt íslenskum umferðarlögum eiga börn að vera í viðeigandi barnabílstólum og eru reglur upp á Landspítala þess efnis að börn fá ekki að fara heim af fæðingardeildinni nema að foreldrar hafi löglegan barnabílstól meðferðis og að barn sé fest í hann áður en farið er með það af spítalanum. Öll börn þurfa því að vera með viðeigandi öryggisbúnað þar til þau ná 150 cm á hæð.

Samkvæmt 71. grein umferðalaga eiga öll börn að vera með réttan öryggisbúnað í bíl, s.s. barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis-og verndarbúnað ásamt öryggisbelti. Í sömu lagagrein kemur einnig fram að börn undir 150 cm á hæð mega ekki vera farþegar í framsæti ef þar er uppblásanlegur öryggispúði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“