fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að kýla lögreglumann

Heimir Hannesson
Mánudaginn 19. apríl 2021 13:45

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrir helgi mann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á lögregluþjón. Árásin átti sér stað í maí 2020. Hlaut lögreglumaðurinn mar á augnloki og augnsvæði af árásinni.

Maðurinn játaði sök sína skýlaust fyrir dómi og var litið til þess við ákvörðun refsingar. Segir jafnframt í dómnum yfir manninum að meðferð málsins hafi tafist og að tafirnar séu ákærða óviðkomandi, en aðeins 11 mánuðir liðu frá árásinni og að dómi. Afar sjaldgæft er að dómur falli í svo nýlegum málum.

Til refsiþyngingar var litið til þess að maðurinn kýldi lögreglumanninn í höfuðið, en slíkt er talið hættulegt, segir í dómnum. Þá horfði það til refsiþyngingar að brot hafi beinst gegn lögregluþjóni.

Þegar ákært er vegna árása á lögregluþjóna er ákært fyrir brot gegn valdstjórninni en samkvæmt greininni liggur allt að átta ára fangelsi við því að ráðast á opinberan starfsmann sem heimild hefur til líkamlegrar valdbeitingar. Sá refsirammi var útvíkkaður fyrir þónokkrum árum síðan af löggjafanum en á það hefur verið bent að refsingar þyngdust lítið sem ekkert í dómaframkvæmd þrátt fyrir breytingar Alþingis á ákvæðinu. Landssamband lögreglumanna er meðal þeirra sem hafa sagt dóma í brotaflokknum of væga.

Sjá nánar: Reyndi að múta sig úr fangi lögreglu – Árásir, mútutilraunir og hótanir tekið vettlingatökum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði