fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Fréttir

„Frá fyrstu vaktinni í Konukoti fann ég, þetta er my place“

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svala Jóhannesdóttir er nýjasti gestur hlaðvarpsins Það er von. Svala hefur starfað með heimilislausu fólki í Reykjavík og einstaklingum sem glíma við þungan vímuefnavanda í 14 ár. Hún hefur meðal annars stýrt tveimur skaðaminnkunarúrræðum, Frú Ragnheiði á höfuðborgarsvæðinu og Konukoti, athvarfi fyrir heimilislausar konur.

Í þættinum segir Svala meðal annars frá uppvaxtartímum á Reykjanesinu þar sem hún upplifði snemma að það fengu ekki allir sömu tækifærin í lífinu, hún segir frá því hvernig hún fékk að heimsækja föður sinn á áfangaheimili og hversu dýrmæt lífsreynsla það var og hvað það mótaði hana.

Svala hefur heimsótt fjölmörg skaðaminnkandi úrræði erlendis og innleitt skaðaminnkandi inngrip hér á landi. Svala er menntuð í félagsfræði og fjölskyldumeðferðarfræði. Hún starfar í dag sjálfstætt, meðal annars við að veita fólki skaðaminnkandi meðferð, aðstandendum fjölskyldumeðferð og heldur námskeið og fræðslur.

Það er von samtökin hafa einsett sér að vinna markvisst gegn skömm og fordómum gagnvart fólki sem á við fíknivanda að stríða og eru með hátt í 22.000 fylgjendur á samfélagsmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“