fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír greindust innanlands með Covid-19 í gær og voru þeir allir utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í nýjum tölum á Covid.is.

Einn er nú á sjúkrahúsi og 93 í einangrun og hafði þeim fækkað á milli daga.

Sjö greindust á landamærunum og voru þrír með virkt smit í fyrri skimun. Beðið er eftir mótefnamælingu vegna tveggja greininga.

Nýgengi smita lækkar þrátt fyrir smitin í dag og er nú 16,1.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra situr nú ríkisstjórnarfund í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem hún mun kynna fyrir ríkisstjórn tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um breytingar á samkomutakmörkunum hér á landi. Gildistími núgildandi reglugerðar rennur út á fimmtudag, og má því reikna með að ný reglugerð taki gildi í síðasta lagi þá.

Þórólfur hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum undanfarna daga að tilslakanir séu líklegar, en efni tillagnanna hafa ekki komið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA