fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Bandaríkin efast um Janssen bóluefnið – Þrír dagar í fyrstu sendingu til Íslands

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 12:07

mynd/samsett Getty/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin mæla með að gert verði hlé á bólusetningu með Janssen-bóluefninu frá Johnson & Johnson eftir að hættulegur blóðtappi greindist hjá nokkrum konum sem þáðu bólusetningu með efninu. AP News greinir frá.

Von er á fyrstu sendingu af bóluefninu frá Johnson & Johnson hingað til lands eftir þrjá daga en aðeins einn skammt af því þarf til að fullbólusetja einstakling gegn Covid-19.

Þeir sem þiggja bólusetningu frá Bandaríska alríkinu fá ekki lengur Janssen-bóluefnið og líklegt er að þau fylki sem hafa boðið upp á það muni einnig hætta því á næstunni. Meira en 6,8 milljón skammtar hafa nú þegar verið gefnir íbúum landsins.

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir í samtali við DV að málið sé ekki komið á borð til þeirra en verði skoðað af Lyfjastofnun Evrópu. Þar er öllum gögnum um svipuð mál safnað og fyrirmæli gerð. Það er síðan undir heilbrigðisyfirvöldum hér á landi komið að ákveða hvort byrjað verði að bólusetja með efninu eða hvort beðið verði með það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Elmar fékk þungan dóm
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Dánarbú blindrar og fjölfatlaðrar konu þurfti að borga Tryggingastofnun – Hafði ekki hugmynd um skuldina

Dánarbú blindrar og fjölfatlaðrar konu þurfti að borga Tryggingastofnun – Hafði ekki hugmynd um skuldina
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Margrét ekki svipt föðurarfinum – Hundruð handskrifaðra skilaboða hennar til foreldranna vekja óhug 

Súlunesmálið: Margrét ekki svipt föðurarfinum – Hundruð handskrifaðra skilaboða hennar til foreldranna vekja óhug 
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum