fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Meghan Markle mætir ekki í jarðarförina – Prinsinn hittir drottninguna í fyrsta skipti eftir Oprah viðtalið

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 11. apríl 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drottningarmaðurinn, Filippus prins, hertogi af Edinborg, verður jarðaður sunnudaginn 17. apríl næstkomandi. Prinsinn er í breskum fjölmiðlum sagður hafa óskað eftir látlausri athöfn. Breska konungsfjölskyldan er háð Covid-19 samkomutakmörkunum eins og aðrir og verður gestalisti athafnarinnar því takmarkaður við 30 einstaklinga. Forsætisráðherrann, Boris Johnson, mun ekki vera viðstaddur.

Harry Bretaprins, sonarsonur Filippusar, sem nýverið sagði skilið við konungsfjölskylduna og fluttist vestanhafs með eiginkonu sinni, leikkonunni Meghan Markle, mun mæta í jarðarförina. Í tilkynningu frá Buckinghamhöll kemur þó fram að Meghan Markle muni ekki vera viðstöd þar sem 12 tíma flug frá Los Angeles til London gæti reynst henni erfitt. Meghan er eins og DV hefur sagt frá, ófrísk og mun fæða þeim hjónum barn í byrjun sumars.

Filippus var 99 ára gamall er hann lést í vikunni. Hann hefði orðið 100 ára í júní á þessu ári.

Ferð Harrys til Bretlands verður fyrsta heimsókn Harrys í höllina eftir að hann og Meghan fluttu til Bandaríkjanna fyrir ári síðan. Þetta verður jafnframt í fyrsta sinn sem fjölskyldan kemur saman eftir viðtalið fræga við Oprah Winfrey, þar sem hjónin sögðu meðlimi fjölskyldunnar í Buckinghamhöll meðal annars hafa óttast að barn þeirra Harrys og Meghan yrði „of dökkt.“

Samkvæmt heimildum Page Six um málið er Harry miður sín yfir andláti afa síns. Þeir eru sagðir hafa verið mjög nánir. „Hann mun mæta, sama hvað hefur gengið á innan fjölskyldunnar, hann mun mæta,“ sagði einn heimildarmaður Page Six í gær.

 

Uppfært 11:30: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var Harry sagður dóttursonur Filippusar. Hið rétta er auðvitað að Harry er sonur Karls og Díönu, og því vafalaust frægasti sonarsonur veraldar. DV biður royalista um víða veröld afsökunar á þessum fljótfærnismistökum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elmar fékk þungan dóm
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast