fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fréttir

Meghan Markle mætir ekki í jarðarförina – Prinsinn hittir drottninguna í fyrsta skipti eftir Oprah viðtalið

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 11. apríl 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drottningarmaðurinn, Filippus prins, hertogi af Edinborg, verður jarðaður sunnudaginn 17. apríl næstkomandi. Prinsinn er í breskum fjölmiðlum sagður hafa óskað eftir látlausri athöfn. Breska konungsfjölskyldan er háð Covid-19 samkomutakmörkunum eins og aðrir og verður gestalisti athafnarinnar því takmarkaður við 30 einstaklinga. Forsætisráðherrann, Boris Johnson, mun ekki vera viðstaddur.

Harry Bretaprins, sonarsonur Filippusar, sem nýverið sagði skilið við konungsfjölskylduna og fluttist vestanhafs með eiginkonu sinni, leikkonunni Meghan Markle, mun mæta í jarðarförina. Í tilkynningu frá Buckinghamhöll kemur þó fram að Meghan Markle muni ekki vera viðstöd þar sem 12 tíma flug frá Los Angeles til London gæti reynst henni erfitt. Meghan er eins og DV hefur sagt frá, ófrísk og mun fæða þeim hjónum barn í byrjun sumars.

Filippus var 99 ára gamall er hann lést í vikunni. Hann hefði orðið 100 ára í júní á þessu ári.

Ferð Harrys til Bretlands verður fyrsta heimsókn Harrys í höllina eftir að hann og Meghan fluttu til Bandaríkjanna fyrir ári síðan. Þetta verður jafnframt í fyrsta sinn sem fjölskyldan kemur saman eftir viðtalið fræga við Oprah Winfrey, þar sem hjónin sögðu meðlimi fjölskyldunnar í Buckinghamhöll meðal annars hafa óttast að barn þeirra Harrys og Meghan yrði „of dökkt.“

Samkvæmt heimildum Page Six um málið er Harry miður sín yfir andláti afa síns. Þeir eru sagðir hafa verið mjög nánir. „Hann mun mæta, sama hvað hefur gengið á innan fjölskyldunnar, hann mun mæta,“ sagði einn heimildarmaður Page Six í gær.

 

Uppfært 11:30: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var Harry sagður dóttursonur Filippusar. Hið rétta er auðvitað að Harry er sonur Karls og Díönu, og því vafalaust frægasti sonarsonur veraldar. DV biður royalista um víða veröld afsökunar á þessum fljótfærnismistökum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið
Fréttir
Í gær

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Í gær

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“
Fréttir
Í gær

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Í gær

Dóttir konunnar sem skemmtiferðaskipið skildi eftir rýfur þögnina

Dóttir konunnar sem skemmtiferðaskipið skildi eftir rýfur þögnina
Fréttir
Í gær

Fékk sér húðflúr á klósettinu á Laufeyjar tónleikum og endaði á spítala – „Þetta er hryllilega sárt“

Fékk sér húðflúr á klósettinu á Laufeyjar tónleikum og endaði á spítala – „Þetta er hryllilega sárt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar segir veðurspárnar hafa brugðist – „Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni“

Einar segir veðurspárnar hafa brugðist – „Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn