fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Sitja uppi með umframbirgðir af óseljanlegu Cocoa Puffs og Lucky Charms

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 1. apríl 2021 10:00

Ekkert er nú því til fyrirstöðu að Cocoa Puffs og Lucky Charms sem framleitt er í Bandaríkjunum sé selt í íslenskum verslunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og DV greindi frá í gær verður Cocoa Puffs og Lucky Charms ólöglegt við gildistöku nýrrar Evrópureglugerðar. Reglugerðin var sett í maí 2019 og hefur tekið gildi í þrepum. Síðasta þrepið verður svo stigið á mánudaginn eftir helgi.

Sjá nánar: Íslendingar þurfa að segja bless við Lucky Charms og Cocoa Puffs

Í frétt DV sagði í gær:

General Mills hefur nýlega upplýst Nathan & Olsen um að vörumerkin Cocoa Puffs og Lucky Charms séu ekki lengur í boði fyrir íslenskan markað. Þetta kemur til vegna breytinga á uppskrift sem felur í sér viðbætt náttúrulegt litarefni sem samræmist ekki evrópulöggjöf sem gildir á Evrópska efnahagssvæðinu.

Haft var eftir Lísu Björk Óskarsdóttur að morgunkornin sem um ræddi hefðu átt sér fastan sess á heimilum landsmanna um áratuga skeið og notið mikilla vinsælda fólks á öllum aldri. „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt fyrir okkur og íslenska neytendur.“

General Mills, framleiðandi morgunkornanna tveggja, hefur sagt að verið sé að vinna að því hörðum höndum að skipta út ólöglegu litarefnunum svo hægt sé að hefja sölu hér á landi á ný.

Á meðan er ljóst að birgjar og endursöluaðilar munu sitja uppi með gríðarlegan lager af bæði Cocoa Puffs og Lucky Charms.

Aðspurður hvað verður um þann lager segir Felix Skarphéðinsson, vörumerkjastjóri að í ljósi páskanna verði ómögulegt að losa hann út með hefðbundnum leiðum. Það sé því ekki annað í stöðunni en að gefa hann. „Það er skírdagur í dag, svo föstudagurinn langi, svo páskahelgi,“ útskýrir Felix.

Hægt verður að nálgast pakkanna í þjónustuveri innflytjandans á Korputorgi í dag til 15:00 og á Glerártorgi á Akureyri til 14:00. „Ef fólk vill þetta getur það komið og fengið þetta,“ segir Felix. „Þökkum svo ESB innilega fyrir,“ segir hann að lokum í hæðnistón.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA