fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Karlmaður og sex ára barn slösuðust í fjöldaárekstrinum í gær

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 7. mars 2021 19:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engar tilkynningar hafa borist frá lögreglu eða slökkviliði um fjöldaáreksturinn sem varð á Reykjanesbraut í gær á mörkum Breiðholts og Kópavogs. Sjö bílar munu hafa lent í árekstrinum, en ekki sex, eins og áður var greint frá. Mjög erfitt hefur einnig reynst að ná í fulltrúa lögreglu og slökkviliðs vegna málsins um helgina.

Tveir bílar fóru verst úr árekstrunum. Kona keyrði inn í hlið bíls sem í var karlmaður. Slasaðist hann lítillega, var fluttur á slysadeild, og hafði töluverða verki. Heimildir um þetta koma frá konu sem hafði samband við DV vegna málsins, í þeim tilgangi að koma réttum  upplýsingum um atvikið á framfæri. Kom hún á vettvang til að sækja bíl sinn en ökumaðurinn er fyrrverandi eiginmaður hennar og var með bílinn í láni. Hafði maðurinn samband við hana símleiðis og greindi henni frá árekstrinum. Maðurinn fékk að fara heim af slysadeild í gær.

Konan fékk einnig upplýsingar um það á vettvangi að sex ára stúlka hefði einnig slasast. Allt bendir til að meiðsli hennar hafi verið minniháttar.

Gífurlegar tafir urðu á umferð vegna árekstursins. Auk bílanna tveggja lentu fimm bílar aðrir í árekstri í kjölfarið en skemmdust lítið. Konan segir að hennar bíll sé nokkuð beyglaður en þó ökufær eftir slysið.

Sjá einnig: Umferðarslys á Reykjanesbraut – „Umferðin í algjöru fokki út af þessu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Í gær

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“
Fréttir
Í gær

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“