fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Mjólkursamsalan leyndi mikilvægu gagni af ásetningi og fær stóra sekt í bakið

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 19:00

MS situr að stórum hluta markaðarins fyrir mjólkurvörur.Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Landsréttar yfir Mjólkursamsölunni (MS) er varðaði alvarleg brot á samkeppnislögum. MS mun þurfa að borga 480 miljónir króna fyrir alvarlega misnotkun á markaðsráðandi stöðu og brot á upplýsingaskyldu félagsins.

Dóminn má lesa hér.

Málið varðaði verðmismunun sem Mjólka ehf. og síðar Mjólkurbúið Kú ehf. sættu af hálfu MS, en fyrirtækin þurftu að greiða allt að 17% hærra verð fyrir hrámjólk en Kaupfélag Skagfirðinga og dótturfélag þess. Hæstiréttur taldi þetta veita Kaupfélaginu og dótturfélaginu óeðlilegt forskot í samkeppni.

Í dómi Hæstaréttar kom einnig fram að MS hafi „af ásetningi“ leynt fyrir Samkeppniseftirlitinu gagni sem félaginu hafi mátt vera ljóst að hefði grundvallarþýðingu fyrir rannsókn málsins. Með því að leyna umræddu gagni hafi MS flækt rannsókn Samkeppniseftirlitsins og orðið til þess að fyrri ákvörðun eftirlitsins ónýttist. Þess vegna var  staðfest 40 milljón króna sekt MS staðfest í Hæstarétti

Í fréttatilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu er haft eftir Páli Gunnari Pálssyni, forstjóra eftirlitsins að dómurinn hafi mikla þýðingu og staðfesti mikilvægi samkeppni á mjólkurmarkaði. Það þýði að MS sé með öllu óheimilt að grípa til aðgerða sem miða að því að smáir keppinautar nái ekki fótfestu eða hrökklist út af markaðnum.

Haft er eftir Páli:

„Dómur Hæstaréttar hefur mikla þýðingu fyrir starfsumhverfi í framleiðslu mjólkurafurða hér á landi og styrkir stöðu bænda og neytenda. Þannig staðfestir dómurinn dómurinn mikilvægi samkeppni á mjólkurmarkaði og að MS er með öllu óheimilt að grípa til aðgerða sem miða að því að smáir keppinautar nái ekki fótfestu eða hrökklist út af markaðnum.

Reynslan sýndi að samkeppnislegt aðhald frá m.a. Mjólku var til hagsbóta fyrir bæði bændur og neytendur og dómur Hæstaréttar dregur skýrt fram að það felur í alvarlegt brot að raska slíkri samkeppni.

Háttsemi MS má rekja til túlkunar fyrirtækisins á því svigrúmi sem mjólkurafurðastöðvum var veitt með breytingum á búvörulögum árið 2004, þegar þeim var heimilað að sameinast og hafa með sér samstarf umfram almennar heimildir samkeppnislaga og umfram það sem gildir um sambærileg fyrirtæki í nágrannalöndum okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni
Fréttir
Í gær

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”
Fréttir
Í gær

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði