fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Forsætisráðherra Íslands fer á kostum – Þrasar í verslunum og var „vippað“ af Angelu Merkel

Tobba Marinósdóttir
Fimmtudaginn 4. mars 2021 21:00

Katrín Jakobsdóttir. Mynd: Anton Brink.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisráðherra Íslands Katrín Jakobsdóttir fer á kostum í óhefðbundnu helgarviðtali í DV sem kemur út á morgun. Í viðtalinu ræðir Katrín málamiðlanir, banal húmor, persónukjör, stílistan sinn, barnaafmæli, málamiðlanir, karlrembu og afhverju hún gat ekki hugsað sér að verða forseti. 

Katrín hefur ósjaldan gert grín að sjálfri sér fyrir takmarkaða rýmisgreind og að vera ómannglögg og er óspör á hrakfallasögur til að létta lund samferðamanna sinna. Það er eiginmaðurinn sem oft verður vitni að slíkum gjörningum – og tilfallandi þjóðarleiðtogar.

„Öll rifrildi okkar hjóna virðast hefjast í verslunum,“ segir Katrín glettin. Þar mætast þessir tveir hlutir, rými og ómannglöggvi af fullum krafti.

„Það byrjar yfirleitt þannig að mér er bent á að það sé einhver búinn að reyna að komast fram hjá okkur í grænmetiskælinum
í þrígang. Svo þekki ég ekki þann sem heilsar mér þó hann vinni með mér og þetta endar svo á kassanum þar sem Gunnar vill fara á sjálfsafgreiðslukassa en ég vil hitta manneskju og ég vel alltaf kassann þar sem röðin stoppar. Ég held að það sé
alger pína að vera með mér í opinberu rými. Það sást þegar ég heimsótti Angelu Merkel og ég fékk einföld fyrirmæli um hvar ég ætti að standa og ganga, en samt varð hún að vippa mér yfir sig því ég stóð röngum megin þegar við stoppuðum fyrir framan mjög hátíðlegan þýskan heiðursvörð.“

Helgarblað DV má nálgast í næstu verslun eða í áskrift hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð