fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Landsréttur lækkaði miskabæturnar – Þröstur dæmdur í fangelsi fyrir hrottalega nauðgun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 27. mars 2021 16:30

Samsett mynd: Héraðsdómur og Facebook-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti á föstudag fangelsisdóm yfir Þresti Thorarensen sem héraðsdómur dæmdi í fyrra í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Hins vegar lækkaði Landsréttur miskabætur Þrastar til þolandans úr þremur milljónum króna í tvær milljónir.

Þröstur áfrýjaði málinu og krafðist sýknu, meðal annars á þeim forsendum að rannsókn málsins hefði verið ábótavant, honum hefði í upphafi skýrslutöku hjá lögreglu ekki verið kynnt með fullnægjandi hætti hvert sakarefnið væri og honum hafi ekki gefist kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á rannsóknarstigi. Því hafi skort verulega á að rannsókn málsins væri fullnægjandi.

Þessi hafnaði Landsréttur, á þeim forsendum að Þröstur hefði sjálfur kosið að tjá sig ekki um ásakanirnar sem bornar voru á hann er hann mætti í skýrslutöku hjá lögreglu.

Þröstur er fæddur árið 1991. Honum var gefið að sök að hafa haft samræði við konu þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu en gat ekki spornað við vegna svefndrunga og ölvunar. Eftir að konan vaknaði beitti Þröstur hana ólögmætri nauðung og hafði samfarir við hana í endaþarm án samþykkis, meðal annars með því að halda henni fastri.

Í dómi Héraðsdóms í málinu segir meðal annars:

„Þriðjudaginn 4. júní 2019 mætti brotaþoli á lögreglustöð og lagði fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot. Við það tækifæri gaf brotaþoli skýrslu hjá lögreglu. Í framburði brotaþola kom m.a. fram að brotaþoli hefði verið að hefja störf í nýrri vinnu. Hefði henni verið boðið að koma og sjá nýtt húsnæði að Dalshrauni í Hafnarfirði sem hefði verið ætlað undir starfsemi fyrirtækisins. Eftir að hafa skoðað húsnæðið hafi ýmsir af vinnustaðnum farið á veitingastað í Hafnarfirði þar sem allir hafi fengið sér áfengi að drekka.
Þegar nánast allir hafi verið farnir hafi brotaþoli verið eftir ásamt ákærða og B. Í samtali við þá tvo hafi brotaþoli komist að því að þeir ættu báðir um langan veg að fara heim. Hafi brotaþoli því boðið þeim að gista heima hjá sér um nóttina. B hafi ekki þegið það en það hafi ákærði gert. Þau hafi farið heim til brotaþola þar sem hún hafi búið um ákærða á sófa í stofu. Brotaþoli hafi síðan farið að sofa.
Hafi hún síðan vaknað við það að ákærði var að hafa við hana samræði um leggöng. Brotaþoli hafi beðið ákærða að hætta en hann ekki gert það heldur þvingað brotaþola til áframhaldandi kynferðismaka og m.a. haft samræði við hana um leggöng. Eftir að þessu lauk hafi brotaþoli sagt ákærða að fara. Brotaþola hafi liðið illa eftir þetta. Hafi hún ákveðið að reyna að lifa með þessum atburði og sótt sér ýmiss konar aðstoð, m.a. hjá sálfræðingum og geðlæknum.
Ákærði hafi höfðað vitnamál á hendur brotaþola vegna þessa máls og brotaþoli þá ákveðið að ekki væri hægt að lifa með þessu lengur og lagt fram kæru á hendur ákærða fyrir brotið. Ákærða hafi í desember 2017 ákveðið að tilkynna málið til lögreglu ef vera kynni að hún myndi síðar leggja fram kæru í málinu.“

Sakaður um margskonar kynferðisbrot og áreitni

Í umræðum í lokuðum Facebook-hóp árið 2018 voru birtar margar ásakanir á hendur Þresti fyrir kynferðisbrot og áreitni, meðal annars gegn unglingsstúlkum. Rétt er að taka fram að þessar ásakanir eru ósannaðar.

Meðal þeirra sem tóku þátt í þessum umræðum var brotaþolinn í þessu máli. Þröstur kannaði réttarstöðu sína vegna þessara umræðna og höfðaði vitnamál á hendur brotaþolanum vegna ummæla hennar í hópnum. Ásakanirnar leiddu til þess að Þresti var sagt upp starfi sínu.

 

Dóm héraðsdóms og Landsdóms í nauðgunarmáli Þrastar má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum