fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Margir hafa lagt sig í stórhættu hjá gosinu – „Ég myndi sjálf ekki stíga á svona hraun“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. mars 2021 20:06

Geldingadalur. Mynd:Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt hættur sem fólk leggur sig í við að fara of nálægt eldgosinu í Geldingadal á Reykjanesi, í Kastljósi í kvöld. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, sagði að sú hegðun sumra að fara alveg upp á gígbarminn væri eitthvað sem hann vildi alls ekki sjá og væri stórhættulegt.

Gas rýkur úr hrauninu á gígbarminum þar sem margir hafa sést príla. Egvenía Ilynskaya jarðskjálftafræðingur sagði að hún myndi sjálf ekki þora að ganga á hrauninu sem er á gígbarminum. Þó að það sé storknað geti verið rennandi hraun undir því og hætta sé á því að reka fótinn niður í 1000 gráðu heitt hraunrennsli. Þar sem ekki renni hraun undir sé síðan hægt að skera sig hættulega á þessu hrauni.

Rögnvaldur sagði að einfaldasta leiðin til að tryggja öryggi nálægt gosinu sé einfaldlega að loka svæðinu. Vilji standi hins vegar til að halda því opnu og veita fólki aðgang að þessu náttúruundri.

Fram kom í tali Rögnvalds að verið sé að undirbúa nýja og aðgengilegri leið fyrir fólk að svæðinu, en hingað til hefur hún legið frá Bláa lóninu. Suðurstandarvegur hefur verið lokaður vegna bilunar í malbikinu en nú stendur til að opna hluta af honum aftur. Er þá hægt að aka frá Grindavík og stöðva bílana á Suðurstrandarvegi og ganga þaðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“