fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Stórt gjaldþrot hjá Austur-Vestur ehf – „Eins og skrúfað væri fyrir krana“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 10:12

Skjáskot úr myndbandi á heimasíðu fyrirtækisisns þar sem náttúruperlur Suðurlands voru kynntar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum er lokið í þrotabúi ferðaþjónustufyrirtækisins Austur Vestur ehf. sem hafði aðsetur í Hafnarfirði. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta þann 15. október 2020.

Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur voru rúmlega 111 milljónir króna, samkvæmt tilkynningu í Lögbirtingablaðinu. Fékkst ekkert upp í þær kröfur.

Austur Vestur sérhæfði sig í útsýnisferðum í rútum fyrir erlenda hópa. Eigandi fyrirtækisins, Gestur Steinþórsson, segir í samtali við DV að kórónuveirufaraldurinn hafi leikið fyrirtækið grátt en vandræðin hafi þó byrjað með gjaldþroti WOW í mars 2019:

„Þetta byrjaði þegar WOW fór á hliðina, þá byrjaði mjög þungur róður. Þá stöðvuðust greiðslur frá endursöluaðilum. Einnig fórum við að finna fyrir Covid löngu áður en farbönn voru sett á, í desember 2019 urðu afbókanir hjá kínverskum ferðaskrifstofum og janúar og febrúar 2020 voru hörmung, þá var öllu aflýst frá Asíu. Vendipunkturinn hvað Covid varðar var þegar Trump setti farbannið á, þeir örfáu ferðamenn sem voru á landinu fóru þá í sínar ferðir og svo var það bara búið, eins og skrúfað væri fyrir krana.“

Gestur segist ekki eiga von á því að ferðaþjónustan verði aftur með svipuðu sniði og hún var fyrir faraldurinn. „Mér sýnist að þegar þetta byrjar aftur þá byrji það smátt miðað við hvernig þetta var. Þó að hingað komi tugir eða hundruð þúsunda erlendra ferðamanna þá eru samt bara þessir stóru aðilar sem hafa haft efni á að fara í greiðsluskjól og nýta sér önnur slík úrræði sem verði tilbúnir að taka við ferðamönnum.“

Gestur telur að ferðamennska almennt muni breytast. „Ég á vona á að heimurinn verði öðruvísi eftir Covid. Spritt alls staðar og fólk vart um sig varðandi fjarlægðir við aðra. Hvað varðar Ísland sem áfangastað þá gæti ég trúað því að massatúrisminn sé liðinn undir lok. Þetta verða meira einstaklingar, pör og smærri hópar. Fólk í auknum mæli á eigin vegum sem leigi sér bílaleigubíla eða þessa Campers-bíla sem voru mjög vinsælir. Það verður minna um hópa sem fylla stórar rútur.“

Aðspurður segist Gestur ekki hyggja á frekari ferðaþjónusturekstur heldur einbeita sér að  öðrum verkefnum í framtíðinni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi
Fréttir
Í gær

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“