fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
Fréttir

Haukur hjólar í rétthugsun og Gettu betur: „Allt vegna þess að einn ungur maður gat ekki hamið skap sitt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 12:45

Haukur Örn Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Örn Birgisson, formaður Golfsambands Íslands, kemur víða við í stuttum Bakþankapistli í Fréttablaðinu í dag. Meginefni pistilsins er pólitísk rétthugsun og húmorsleysi í samtímanum, að mati Hauks:

„Engum má lengur gera grín að, því allir virðast allt í einu tilheyra einhverjum hópi sem þarfnast verndar. Ekkert má gagnrýna, ekki einu sinn í gríni, án þess að vegið sé að æru heilu þjóðfélagshópanna. Þeir sem beinlínis starfa við gagnrýni mega fara að vara sig. Gagnrýnandinn sem ætlar að gefa enn einni ofurhetjukvikmyndinni, sem fjallar ekki um neitt, eina stjörnu þarf að passa sig að vega ekki að starfsheiðri þeirra sem lögðu nótt við nýtan dag við gerð myndarinnar.“

Haukur segir að kyn sé samtímanum of ofarlega í huga og nefnir meðal annars til sögunnar nýlega auglýsingu Þjóðleikhússins þar sem óskað var sérstaklega eftir kvenhöfundum til að skrifa ný leikrit. Haukur segir að áherslan á kyn valdi því að einstaklingurinn hætti að skipta máli:

„Fókusinn á kyn eða kynþátt gerir það að verkum að einstaklingurinn sjálfur skiptir ekki lengur máli. Nú auglýsir Þjóðleikhúsið eftir nýjum leikverkum, sem reyndar þurfa að vera samin af konum. Óskarsverðlaunamyndirnar Shakespeare in Love og Tootsie, þar sem aðalpersónurnar neyddust til þess að skipta um kyn til að fá störf við hæfi í leiklistarbransanum, hafa ekki verið stjórnendum Þjóðleikhússins ofarlega í huga. Þá virðist ekki vera þörf á handritum frá öllum hinum kynjunum.“

Haukur segir að öllu sé snúið á hvolf og almenn skynsemi sé mjög á undanhaldi. Í lok pistilsins minnist hann á atvik sem varð í spurningaþættinum Gettu betur nýlega:

„Og nú má einn vinsælasti sjónvarpsþáttur síðustu áratuga ekki lengur vera í beinni útsendingu, allt vegna þess að einn ungur maður gat ekki hamið skap sitt í leikslok. RÚV var nær að hafa ekki seinkun á útsendingunni. Öllu er snúið á hvolf og almenn skynsemi virðist sjaldgæfari en knattspyrnumaður í svörtum takkaskóm. Enginn bendir á að keisarinn er ekki í neinum fötum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýjar vendingar í mannslátsmálinu í Kópavogi – Laus úr gæsluvarðhaldi en kominn í farbann

Nýjar vendingar í mannslátsmálinu í Kópavogi – Laus úr gæsluvarðhaldi en kominn í farbann
Fréttir
Í gær

Hagnýtar upplýsingar fyrir gosáhugafólk – Svæðið er hættulegt og fólk skal klæða sig eftir veðri

Hagnýtar upplýsingar fyrir gosáhugafólk – Svæðið er hættulegt og fólk skal klæða sig eftir veðri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Elvis Valca

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Elvis Valca
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur hnífamaður á Sushi Social laus úr haldi lögreglu – Tíu ára brotaferill að baki

Meintur hnífamaður á Sushi Social laus úr haldi lögreglu – Tíu ára brotaferill að baki