fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Jón Ásgeir að byrja seinni hálfleikinn hér á landi – „Ég fór kannski ekki alveg undir stein“

Heimir Hannesson
Föstudaginn 12. mars 2021 09:34

Jón Ásgeir Jóhannesson mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að öllu jöfnu fer ekki mikið fyrir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Hann segist kjósa að fljúga undir radarinn og er stoltur af sínum Bónus-uppruna, en viðurkennir þó að hafa verið honum ótrúr í gegnum tíðina.

Jón Ásgeir er í forsíðuviðtali í nýjasta helgarblaði DV þar sem hann lýsir átökum sínum við kerfið, segir frá hvers vegna hann gaf út bókina Málsókn nýverið og hvers vegna hann fagnar „freedom-day“ á hverju ári. Þá segir Jón aðkomu sína að fjölmiðlum í gegnum tíðina ekki hafa verið óeðlilega, og að hann hafi sem eigandi ekki haft afskipti af ritstjórnarstefnu blaða sinna.

Hér má lesa brot úr viðtalinu.

Saknar ekki vörubrettaímyndarinnar

Það var ekki alltaf svo að „orðsporsáhætta“ væri sögð fylgja nærveru Jóns Ásgeirs. Því er til dæmis lýst í bókinni að þeir feðgarnir lögðu mikið upp úr því að koma sér upp orðspori sem samsvaraði rekstri Bónuss. Þeir feðgar keyrðu um á sendiferðabílum merktum bleika Bónusgrísnum og sáust iðulega sjálfir á gólfinu að raða í hillur í verslunum sínum. Feðgarnir voru kallaðir „bestu vinir litla mannsins“ í fjölmiðlum og voru kosnir viðskiptamenn ársins í tímaritinu Frjáls verslun. Ljóst er að þessi ímynd stökkbreyttist svo á góðæristímabilinu. Snekkjur og einkaþotur passa vafalaust illa inn í vörubrettaímyndina.

Aðspurður út í þessa stökkbreytingu tekur Jón strax upp hanskann fyrir Bónus: „Það breytir því ekki að Bónus var alltaf og hefur alltaf verið trúr sínum uppruna.“

En þú? Varst þú trúr þínum uppruna?

„Eins og kemur fram í bókinni tel ég að við höfum farið aðeins fram úr okkur.“

En þessi upprunasaga, langar þig aftur í hana? Þetta gamla mannorð. Langar þig að verða maður fólksins aftur?

„Ég held nú að það sé ekkert keppikefli hjá mér að komast aftur í kristalsalinn í Skútuvogi,“ segir Jón og glottir. „Það var nú ágætt að vera þar samt.

Pabbi sagið alltaf: „Gróði en ekki græðgi,“ og það var mikill sannleikur í því. Við urðum að vera með hagnað, en við vorum oft með tækifæri til þess að taka risa álagningu en gerðum það ekki. Á því byggðist þessi Bónus-hugsjón.“

Svo kom nokkurra ára tímabil þar sem þú gerðir það ekki.

„Já, við fórum þarna í stærri mál og uppruninn gleymdist,“ viðurkennir Jón. En áfram stendur spurningin: Langar Jóni aftur að verða „maður fólksins“?

„Ég gaf út þessa bók vegna þess að ég vildi að þessi saga væri til, en í henni felst enginn „glory-viðsnúningur“. Maður veit ekkert hvað maður gerir í framtíðinni en ég er ekki á neinum „sorry-túr“ hér. Þetta er fyrst og fremst bara upplýsingatúr þar sem ég fæ loksins að stíga fram með mína sýn á þessi mál.“

Viðtalið í heild sinni má lesa í nýjasta helgarblaði DV.

Einfalt er að gerast áskrifandi að prent- og/eða vefútgáfu blaðsins með því að smella hér: dv.is/skraning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði