fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Þórólfur ekki hrifinn af hugmynd Jóns Ívars – „Menn geta haft allskonar mismunandi skoðanir á þessu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 1. mars 2021 13:55

Jón Ívar Einarsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ívar Einarsson, prófessor við Harvard-háskóla í Boston, lýsti þeirri skoðun í grein í Morgunblaðinu í dag að æskilegt væri að Íslendingar færu að dæmi Breta og lengdu bilið á milli fyrstu og annarrar bólusetningar upp í þrjá mánuði.

Jón segir að ekki sé siðferðislega verjandi að halda áfram með óbreytt bólusetningarplan. Með því að lengja tímann milli fyrstu og annarrar bólusetningar sé hægt að bólusetja miklu fleiri fyrr. Fyrri bólusetning veiti mikla vörn en seinni skammturinn auki verndina gegn veirunni ekki mikið. Þeir sem sýkist eftir fyrri bólusetningu fái auk þess yfirleitt væg einkenni og veikist sjaldnast alvarlega.

Fréttablaðið bar þessar röksemdir undir Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í dag og tók hann fálega í þær. „Menn geta haft alls­konar mis­munandi skoðanir á þessu. Þetta er mikil­vægt í löndum þar sem út­breiðslan er mikil og far­aldurinn er á flugi. Ég held að þetta sé ekki eins mikil­vægt hjá okkur þar sem nánast eru engin smit,“ segir Þór­ólfur.

Þórólfur bendir á að eftir fyrstu bólusetningu geti fólk áfram sýkst af veirunni og dreift henni áfram. Því sé samfélagslega verndin af fyrri bólusetningu ekki nægilega mikil.

„…því held ég að það sé mikil­vægt að ná full­kominni vörn hjá fólki eins og hægt er og það getum við gert með svona fá innan­lands­smit,“ segir Þór­ólfur ennfremur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt
Fréttir
Í gær

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“