fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Þórólfur ekki hrifinn af hugmynd Jóns Ívars – „Menn geta haft allskonar mismunandi skoðanir á þessu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 1. mars 2021 13:55

Jón Ívar Einarsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ívar Einarsson, prófessor við Harvard-háskóla í Boston, lýsti þeirri skoðun í grein í Morgunblaðinu í dag að æskilegt væri að Íslendingar færu að dæmi Breta og lengdu bilið á milli fyrstu og annarrar bólusetningar upp í þrjá mánuði.

Jón segir að ekki sé siðferðislega verjandi að halda áfram með óbreytt bólusetningarplan. Með því að lengja tímann milli fyrstu og annarrar bólusetningar sé hægt að bólusetja miklu fleiri fyrr. Fyrri bólusetning veiti mikla vörn en seinni skammturinn auki verndina gegn veirunni ekki mikið. Þeir sem sýkist eftir fyrri bólusetningu fái auk þess yfirleitt væg einkenni og veikist sjaldnast alvarlega.

Fréttablaðið bar þessar röksemdir undir Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í dag og tók hann fálega í þær. „Menn geta haft alls­konar mis­munandi skoðanir á þessu. Þetta er mikil­vægt í löndum þar sem út­breiðslan er mikil og far­aldurinn er á flugi. Ég held að þetta sé ekki eins mikil­vægt hjá okkur þar sem nánast eru engin smit,“ segir Þór­ólfur.

Þórólfur bendir á að eftir fyrstu bólusetningu geti fólk áfram sýkst af veirunni og dreift henni áfram. Því sé samfélagslega verndin af fyrri bólusetningu ekki nægilega mikil.

„…því held ég að það sé mikil­vægt að ná full­kominni vörn hjá fólki eins og hægt er og það getum við gert með svona fá innan­lands­smit,“ segir Þór­ólfur ennfremur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“