fbpx
Mánudagur 12.apríl 2021
Fréttir

„Ofsahræðsla og ábyrgðarleysi“ segir Brynleifur – „Þetta er komið út í al­gjöra þvælu“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 1. mars 2021 16:00

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ofsa­hræðsla og ábyrgðarleysi er það sem mér finnst ein­kenna aðgerðir ís­lenskra stjórn­valda þessa dag­ana. Ábyrgðarleysi, þar sem stjórn­völd fara í einu og öllu að ráðum ævi­ráðinna emb­ætt­is­manna og munu ávallt geta fríað sig allri ábyrgð á af­leiðing­um aðgerðanna með því að benda á að þau hafi farið að ráðum sinna bestu sér­fræðinga. Ofsa­hræðslan sést best á nýj­asta út­spili þeirra varðandi landa­mæri.“

Svona hefst pistill sem Brynleifur Sigurlaugsson húsasmíðameistari skrifar en pistillinn birtist í Morgunblaðinu í dag. Í pistlinum fer Brynleifur yfir ferðir sínar til annarra landa þar sem reglur voru mun vægari en hér á landi. „Í janú­ar­byrj­un flaug ég til Hollands, þar var höfðað til al­mennr­ar skyn­semi um að fólk sætti sótt­kví ef það fyndi til ein­kenna Covid og færi sjál­vilj­ugt í próf,“ segir hann.

„Þaðan flaug ég til Nairobi í Kenya. Til að kom­ast um borð í vél­ina þangað þurfti ég að fram­vísa nei­kvæðu PCR-prófi, ekki eldra en 96 klst. gömlu. Þegar til Kenya var komið var lífið nán­ast eðli­legt, fólk þvoði sér um hend­ur áður en það fór í versl­an­ir og var stöku sinn­um einnig hita­mælt. Ann­ars gekk lífið að mestu sinn vana­gang og grímu­notk­un var ekki beint tek­in hátíðlega.“

„Ekki beðið um nein skjöl eða fólki skipað í sótt­kví“

Tveimur dögum áður en Brynleifur hélt aftur til Hollands var tekin upp ný regla. „Til þess að kom­ast inn í landið þyrfti nei­kvætt próf, ekki eldra en 72 klst. Það var tekið í Nairobi án vand­ræða og sýnt þung­vopnuðum lög­reglu­mönn­um á Schipol við komu þangað. Einnig ber að nefna að til að kom­ast inn á alþjóðaflug­völl­inn í Nairobi þurfti sama próf. Síðan var flogið til Íslands í „hefðbundna“ skimun, fimm daga sótt­kví og aðra skimun,“ segir hann.

Eftir það fór hann til Lettlands, hann þurfti PCR-próf sem mátti ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt til að komast þangað „Eng­in sótt­kví eða aðrar hindr­an­ir þar. Eft­ir vikudvöl þar flaug ég á Schipol aft­ur og til að kom­ast þangað þurfti PCR-próf ekki eldra en 72 klst. ásamt skyndi­prófi sem var tekið á flug­vell­in­um í Riga. Þegar til Schipol var komið var ekki beðið um nein skjöl eða fólki skipað í sótt­kví, held­ur aft­ur höfðað til skyn­semi fólks.“

Því næst ók Brynleifur um Hol­land, Þýska­land og til Pól­lands og til baka án nokk­urra vand­ræða. En þegar að heimförinni var komið voru komnar nýjar reglur um komu til Íslands. „Nýj­ar regl­ur segja mig eiga að mæta með PCR-próf til að geta flogið til Íslands, þar við lend­ingu á ég að taka annað, sitja svo heima í fimm daga og taka að lok­um þriðja prófið hvort sem ég finn til ein­kenna eður ei. Að það skuli ekki vera nóg að taka þetta próf fyr­ir brott­för til Íslands og halda sig svo til hlés fram að öðru prófi sem væri fimm dög­um síðar skil ég eng­an veg­inn.“

„Það er gang­ur lífs­ins“

Brynleifur vill meina að hér á landi sé um að ræða ofsahræðslu og hamfarablæti þegar kemur að kórónuveirunni. „Þetta er komið út í al­gjöra þvælu og virðist helst miða að því að halda hinum ofsa­hræddu ró­leg­um á meðan flestri at­vinnu­starf­semi blæðir hægt en ör­ugg­lega út. Að láta emb­ætt­is­menn, sem að mínu mati velj­ast oft­ast í þau störf vegna getu­leys­is til að vinna á al­menn­um markaði, greind­ar­skorts, og hafa oft­ast ekki snef­il af verksviti, setja regl­ur sem síðan kem­ur al­gjör­lega ábyrgðarlaus ráðherra, sem þeir eru all­ir, alltaf á Íslandi, og samþykk­ir ávallt allt án at­huga­semda, er galið!“

Brynleifur segir að auðvitað hafi fólk hér á landi veikst en að það sé gangur lífsins. „Fólk hef­ur einnig lát­ist. Það er líka gang­ur lífs­ins. En ég hef ekki rek­ist á eina ein­ustu grein eða viðtal við neinn úr þeim yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta sem hef­ur veikst lít­il­lega af Covid og náð sér, ein­göngu frétt­ir af fár­veiku fólki,“ segir hann.

„Skítt með Jón og Gunnu“

Brynleifur segir að samfélagið hér á landi hafi verið lagt í rúst að tilefnislausu. „Ís­lenska þjóðin, mest­öll, gap­ir af ham­ingju, nú skal land­inu lokað og auðvitað skipt­ir engu máli þó að sú at­vinnu­grein sem fyr­ir rúmu ári skapaði helm­ing alls gjald­eyr­is sem kom til lands­ins svelti, þau voru jú búin að græða svo svaka­lega fyr­ir Covid,“ segir hann.

„Skítt með Jón og Gunnu sem voru ný­bú­in að leggja al­eig­una í lítið krútt­legt gisti­hús eða veit­ingastað. Þau skipta engu því ríkið reyn­ir að bjarga því sem bjargað verður. Það er eins og meiri­hluti þjóðar­inn­ar haldi að ríkið sé pen­inga­upp­spretta, þaðan renni enda­laust fjár­magn þegar á þarf að halda. Eitt­hvað á hljóðið eft­ir að breyt­ast þegar skatta­hækk­an­ir og Covid-kostnaður­inn leggst á skatt­greiðend­urna, niður­skurður á allri þjón­ustu og vel­ferðar­kerf­inu í heild sinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn klofnar jörð á Reykjanesi – Fjórða gossprungan opnaðist í nótt

Enn klofnar jörð á Reykjanesi – Fjórða gossprungan opnaðist í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur mannræningi handtekinn á Íslandi í dag – Frásögn fórnarlambsins vekur óhug

Meintur mannræningi handtekinn á Íslandi í dag – Frásögn fórnarlambsins vekur óhug
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Filippus prins og drottningarmaður látinn 99 ára að aldri

Filippus prins og drottningarmaður látinn 99 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sem var nafnlaus opinberar sig og dætur sínar með málaferlum gegn Stundinni – „Báru föður sinn ítrekað þeim sökum að hafa brotið á sér“

Faðir sem var nafnlaus opinberar sig og dætur sínar með málaferlum gegn Stundinni – „Báru föður sinn ítrekað þeim sökum að hafa brotið á sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pírataspjallið logaði vegna færslu Dóru Bjartar – Segir fólk búa til fantasíur til að vera með hræðsluáróður

Pírataspjallið logaði vegna færslu Dóru Bjartar – Segir fólk búa til fantasíur til að vera með hræðsluáróður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ríkið borgar manni miskabætur sem hótaði ítrekað að birta nektarmyndir – „Það er gott að þú hatir mig“

Ríkið borgar manni miskabætur sem hótaði ítrekað að birta nektarmyndir – „Það er gott að þú hatir mig“