fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Fréttir

Hvar er maðurinn sem réðst á starfsmann N1 á Ísafirði?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 1. mars 2021 20:18

Ísafjörður. mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur maður var fyrir helgi dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að ráðast á starfsmann á N1 bensínstöð á Ísafirði.

Árásin var gerð í júní í fyrra en ákæra var birt manninum í Lögbirtingablaðinu í síðasta mánuði. DV fjallaði þá um málið og í fréttinni sagði:

„Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur ákært mann fyrir líkamsárás. Er maðurinn í ákærunni sagður hafa ráðist á bensínafgreiðslumann á N1 stöðinni á Ísafirði í júní í fyrra.

Í ákærunni segir að hinn ákærði hafi veist að afgreiðslumanninum, þrifið í peysu hans og tekið hann hálstaki með þeim afleiðingum að hann hlaut eymsli á vinstri hendi og framhandlegg, hruflsár á hendi og meiðst á hálsi. Þá er maðurinn jafnframt ákærður fyrir brot á fíkniefnalögum fyrir að hafa haft á sér 0,39 grömm af maríhúana, sem fundust við leit á heimili ákærða á Ísafirði.

Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að birta manninum ákæruna. Má því ætla að maðurinn búi ekki lengur á Ísafirði.

Fórnarlamb árásarinnar gerir þá kröfu að ákærði greiði sér eina og hálfa milljón í miskabætur vegna árásinnar. Lögreglan á Vestfjörðum krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og að hann greiði sakarkostnað.“

Maðurinn mætti ekki fyrir dóm og ekki hefur tekist að birta honum ákæru. Talið er að hann hafi farið úr landi.

Nægilegt þótti, að virtri fjarvist sakborningsins, til sönnunar sektinni, framburður þolandans og áverkavottorð. Var því útlendingurinn, sem fyrr segir, dæmdur í 60 daga fangelsi. Fátt bendir hins vegar til að hann gisti fangageymslur á næstunni, ekki nema hann komi þá aftur til landsins.

Skaðabætur til starfsmanns N1 voru hins vegar dæmdar miklu lægri en krafan hljóðaði upp á, eða 200 þúsund krónur. Einnig á árásarmaðurinn að greiða honum tæpar 200 þúsund krónur í lögmannskostnað. Ekki er óhætt að spá því að árásarmaðurinn greiði þessar kröfur á næstunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur
Fréttir
Í gær

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun