fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Íslenska landsliðinu bannað að fljúga og situr fast í Þýskalandi – „Þeir segja bara nei“

Heimir Hannesson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 10:05

Landslið kvenna í körfubolta. mynd/KKÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið er nú fast á flugvellinum í Frankfurt þar sem liðinu og starfsmönnum liðsins var meinað að fara um borð í vélina sem fljúga átti með liðið til Kaupmannahafnar. Þaðan átti liðið svo að fljúga heim með vél Icelandair.

Liðið er á leið frá Ljubljana í Slóveníu þar sem það lauk keppni í undankeppni EM 2021. Liðið lenti í fjórða og síðasta sætið í A-riðli. Með Íslandi í riðli voru Slóvenar, Grikkja og Búlgarar, en fyrrnefndu liðin tvö unnu sér bæði sæti á lokamóti EM.

Í samtali við DV segir Kristinn Geir Pálsson, afreksstjóri Körfuknattleikssambands Íslands, að liðið hafi ekki getað tekið flugið frá Frankfurt til Kaupmannahafnar í morgun þar sem liðið var með 72 klukkustunda Covid-19 test, en Danir breyttu nýlega reglum sínum og krefjast nú 24 klukkustunda prófs, hvort sem um er að ræða millilendingu eða ekki. „Við vorum með upplýsingar um annað,“ segir Kristinn.

Landsliðið íslenska eru ekki einu Íslendingarnir sem lent hafa í vandræðum á landamærum um víða veröld undanfarin misseri. Í frétt sinni í fyrradag sagði RUV frá því að um 400 mál tengd ferðalögum Íslendinga á Covid-19 tímum hefðu rekið á fjörur borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins það sem af er ári.

Kristinn segir að liðið hafi farið frá Ljubljana til Frankfurt í gær og til stóð að gista í Frankfurt í eina nótt og taka svo morgunflug í dag til Kaupmannahafnar og svo loks vél Icelandair síðasta legginn heim til Keflavíkur. Við innritun í flugið til Kaupmannahafnar í morgun hafi liðið svo fengið skýr svör. „Þeir segja bara nei, það er bara ekki leyfilegt,“ útskýrir hann.

Ferðaskrifstofan Vita og Icelandair vinna nú að því að endurskipuleggja ferðina heim fyrir liðið. „Það er test stöð á flugvellinum, næsta skref þegar nýja flugið er staðfest er bara að taka testið og fara svo í flugið á morgun,“ segir Kristinn.

Aðspurður hvernig umhorfs er í Frankfurt segir Kristinn liðið hafa eytt sínum tíma inn á hótelinu á flugvellinum en miklar takmarkanir á daglegu lífi eru nú í gildi í Frankfurt og um Þýskaland allt. „Það eru allir kátir í hópnum. Við tökum þessu með jafnaðargeði þó okkur seinki um einn dag,“ segir hann að lokum.

Ef allt fer sem horfir er von á liðinu heim til Íslands seinni partinn á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum