fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

„Við sjáum engan gosóróa eins og er,“ segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 12:04

mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er náttúrulega eldvirkt svæði en við sjáum engan gosóróa eins og er,“ segir Sigríður Magna Óskarsdóttir náttúruvársérfræðingur.

„Þessi virkni er að vissu leyti óvenjuleg að því leytinu að það eru margir stórir skjálftar. Sjálfvirka kerfið okkar hefur mælt að minnsta kosti 11 skjálfta yfir 4 (á Richterskarðanum) en þær mælingar eru óyfirfarnar. Stærsti skjálftinn sem var rúmlega 10 í morgun mældist 5,7,“ segir Sigríður Magna.

Hafi þið áhyggjur? „Ekki eins og er. Við teljum að þetta sé hluti af þeirri hrinu sem hefur í gangi síðan í janúar í fyrra.“

Sigríður Magna ítrekar að fólk haldi ró sinni og leitist við að krjúpa, skýla höfði og halda sér. „Helst að vera úti ef fólk getur en alls ekki að hlaupa út ef það er inni. Halda kyrru fyrir og reyna að koma sér í skjól undir borð og krjúpa, skýla, halda.“

Sigríður Magna segir óvíst um næstu skjálfta en þeir gætu haldið áfram inn í næstu viku. „Við getum átt von á eftiskjálftum út daginn og næstu daga.“ Hún segir ómögulegt að segja til um hvort sá stærsti í þessari hrinu sé kominn.

„Það er ágætt að vara fólk líka við grjóthruni á Reykjanesi og vera ekki að fara í brattahlíðar eða í fjallgöngur á svæðinu.“ Hún vísar í stóran skjálfta 5,6 á svipuðu svæði í október í fyrra en því fylgdi töluvert grjóthrun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Í gær

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“